Bandarísk heimildamynd um íslenska jógastöð

Sólveig Þórarinsdóttir segist vera gríðarlega þakklát fyrir þær frábæru viðtökur ...
Sólveig Þórarinsdóttir segist vera gríðarlega þakklát fyrir þær frábæru viðtökur sem jógastöð hennar, Sólir, hefur fengið. Mbl.is/ Eggert Jóhannesson

Bandarískt teymi í samvinnu við Íslenska framleiðslufyrirtækið Silent er nú statt á Íslandi til þess að taka upp heimildarmynd um Sólir, jógastöð sem opnaði í vor úti á Granda. Heimildarmyndin fjallar um jógakennara sem hafa fylgt köllun sinni og náð gífurlegum árangri á sínu sviði. 

Sagan heillaði 

Eigandi Sóla, Sólveig Þórarinsdóttr segir að hún sé mjög þakklát fyrir að hafa verið valin til þáttöku í heimildarmyndinni sem heitir Yoga Graduates - Success Stories. „Í umsóknarferlinu fengum við tækifæri til þess að segja aðeins frá okkar sýn og hvernig við vildum verða leiðandi í því að byggja upp jógamenningu á Íslandi.   En þessi saga þar sem látið er af þörf fyrir neyslu og peninga í skiptum fyrir hófsamari lífstíl og almennt heilbrigði virðist alltaf ná til fólks," segir hún og brosir.  

Sólveig starfaði við verðbréfamiðlun í mörg ár en ákvað svo að hún ætlaði að umbreyta lífi sínu. „Ég þurfti að taka smá „time out“ eftir tíu ára skeið þar sem ég var í námi, vinnu og eignaðist þrjú börn á fimm árum. Ég féll fyrir heitu jóga, fór til Asíu til að afla mér kennsluréttinda og byrjaði að kenna hér á Íslandi. Í kjölfarið gaf ég út bókina Jóga fyrir alla sem fékk frábærar viðtökur og hef unnið hörðum höndum að því að opna nýju jógastöðina mína, Sólir sem er einstök hér á landi. Ég er mjög stolt af henni.“

Jógastöðin er staðsett í gömlu fiskvinnsluhúsnæði úti á Granda og ...
Jógastöðin er staðsett í gömlu fiskvinnsluhúsnæði úti á Granda og hefur mikið verið lagt í hönnun hennar. Mbl.is/ Eggert Jóhannesson

Vitundarvakning á Íslandi

Sólir er nútímaleg jógastöð staðsett úti á Granda í gömlu fiskvinnsluhúsnæði en þar er boðið upp á margar tegundir af jóga. Sólveig segist gríðarlega þakklát fyrir þær frábæru viðtökur sem stöðin hefur fengið. „En við erum samt sem áður mjög meðvituð um það að það þurfi að halda vel utan um reksturinn til að tryggja áframhaldandi velsæld og vöxt til framtíðar.“

Hún telur mikla vitunarvakningu vera um jóga hér á landi. „Við Íslendingar erum almennt mjög opin og tilbúin í nýjungar. Hins vegar höfum við alltaf verið ákaflega líkamsmiðuð þegar það kemur að heilsurækt og ekki horft á stóra samhengið, það er að segja,  að sameina andlega og líkamlega iðkun.“

Spurð hver sé sérstaða Sóla sem jógastöð segir hún það án efa vera fjölbreytileikann sem þar ríkir.  „Við bjóðum upp á allt undir sólinni þegar það kemur að tegundum jóga auk þess sem við bjóðum upp á vettvang sem er nærandi í alla staði, hér erum við með lífrænar og hreinar veitingar frá Systrasamlaginu, við bjóðum upp á hugleiðslu, næringarráðgjóf og markþjálfun. Auk þess erum við öðruvísi, húsakynni okkar eru sérstök og andrúmsloftið einstakt. Við erum afar ólík hefðbundum líkamsræktarstöðvum hvað varðar nánast allt og laus við þetta aukna áreiti sem einkennir nútímasamfélag.“

mbl.is

Innlent »

Fyrsta hleðslustöðin komin á Djúpavog

Í gær, 23:43 Rafbílaeigandinn Ólöf Rún Stefánsdóttir vígði í dag tuttugustu hleðslustöð Orku náttúrunnar sem er á Djúpavogi, er hún hlóð bílinn. Meira »

Lára Björg upplýsingafulltrúi stjórnarinnar

Í gær, 22:07 Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu þar sem hún verður með aðsetur. Meira »

Ók á brunahana og vatn flæddi um allt

Í gær, 21:47 Um klukkan hálfsjö í kvöld var keyrt á brunahana við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, sem varð til þess að mikið vatn flæddi inn í nærliggjandi byggingu þar sem bílaverkstæðið Kvikkfix er til húsa. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu höfuðborgarsvæðinu var um töluvert mikið vatn að ræða. Meira »

Kirkjan er í miðju hverfisins

Í gær, 20:55 „Tengsl íbúanna hér í Seljahverfi við kirkjuna sína eru sterk. Hér í húsi er lifandi starf alla daga vikunnar og við svo heppin að tengslin hér í hverfinu leyfast og haldast enn góð milli skóla og kirkju og eru öllum mikilvæg,“ segir sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju. Meira »

Orðið „dómsmorð“ eigi sér langa hefð

Í gær, 20:40 „Samræmist það málvenju að nota orðið dómsmorð þegar mengað hugarástand dómara leiðir til sakfellingar.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð sem lögð var fyrir í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar hæstaréttarlögmanns á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni í héraðsdómi í dag. Meira »

Þýðir ekki að grenja yfir laununum

Í gær, 20:15 Anna María Gunnarsdóttir, nýr varaformaður Kennarasambands Íslands, telur mikilvægt að kennarar vinni að sínum málum í gegnum fagleg málefni í stað þess að grenja endalaust yfir laununum. Slíkt geri virðingarverðar stéttir ekki. Anna María hlaut afgerandi kosningu í embættið. Meira »

Heppin að vinna við áhugamálið

Í gær, 19:37 Henni finnst gaman að finna nýjar áhugaverðar leiðir fyrir fjöruga krakka til að meðtaka námsefni. Hlín Magnúsdóttir er sérkennari í Norðlingaskóla en hún fékk á dögunum Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands. Námsefni hennar er ætlað börnum með greiningar, hegðunarvanda og lestrarerfiðleika. Meira »

Sakamál vegna andláts Ellu Dísar fellt niður

Í gær, 20:11 Héraðssaksóknari hefur ákveðið að fella niður sakamál gegn hjúkrunarfyrirtækinu Sinnum og starfsmanni þess vegna andláts átta ára stúlku, Ellu Dísar Laurens, í umsjón fyrirtækisins að því er greint var frá í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Gera alvarlegar athugasemdir við varnarveggi

Í gær, 19:06 Varnarveggir við Miklubraut eru ekki viðurkenndur búnaður og gera þarf úrbætur þar á. Þetta er meðal þeirra athugasemda sem gerðar eru við öryggi vegfarenda við varnarvegginn í nýrri öryggisúttekt Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar. Meira »

Á þriðja hundrað á slysadeild

Í gær, 18:45 Alls komu 157 manns á slysadeild bráðamóttökunnar í Fossvogi til miðnættis í gær, þar af margir vegna hálkuslysa. Það sem af er þessum degi hafa yfir 80 manns komið á slysadeildina. Mikið hefur verið um úlnliðsbrot og ökklabrot og hefur fólk á öllum aldri þurft að láta gera að sárum sínum. Meira »

Falast eftir kortaupplýsingum með greiðsluloforði

Í gær, 18:43 Svindlarar eru sagðir nota nú nafn Símans til að falast eftir greiðslukortaupplýsingum fólks með ósannindum um endurgreiðslu. Í fréttatilkynningu sem Síminn hefur sent frá sér um málið eru þeir viðskiptavinir sem fengið hafa póstinn beðnir um að hafa varann á. Meira »

Lík af karlmanni fannst í Fossvogi

Í gær, 18:41 Lík af karlmanni fannst í Fossvoginum um fjögurleytið í gærdag. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »

Grátandi í flóttamannabúðum í Þýskalandi

Í gær, 17:54 Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og 18 mánaða sonur þeirra Leo, sem voru flutt á brott af Íslandi í lok síðasta mánaða dvelja nú í flóttamannabúðum í Þýskalandi þar sem að fjölskyldunni er ekki frjálst að fara eða koma nema með leyfi yfirvalda, þar sem enga síma má hafa og enga nettengingu er að finna. Meira »

Vantar starfsfólk á þriðjung leikskóla

Í gær, 17:10 Í byrjun desember voru 40 af 62 leikskólum í Reykjavík fullmannaðir, en í 22 leikskóla vantar samanlagt rúmlega 30 starfsmenn, í flestum tilfellum í hálfa stöðu. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar, en upplýsingarnar eru fengnar frá stjórnendum í skóla og frístundastarfi borgarinnar. Meira »

Ríkið sýknað í máli Aldísar

Í gær, 15:43 Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kæru Aldísar Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fór hún fram á ógildingu á tilfærslu í starfi og bætur vegna þess og eineltis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu lögreglustjóra. Meira »

Ákvörðun um tilfærslu var tímabundin

Í gær, 17:44 Ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að flytja Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar lögreglunnar, til í starfi tímabundið getur ekki fallið undir að vera stjórnvaldsákvörðun þar sem hún var tímabundin og fól ekki í sér skerðingu á launakjörum eða réttindum. Meira »

Svandís styður átak kvenna í læknastétt

Í gær, 16:49 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra styður aðgerðir kvenna í læknastétt til að uppræta kynbundið áreiti, ofbeldi og mismunun í starfi. Í fréttatilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að ráðherra hvetji konur og karla í heilbrigðisstéttum til að taka höndum saman og uppræta vandan. Meira »

Ísland valið fegursti tökustaðurinn

Í gær, 15:12 Ísland var valið fegursti tökustaðurinn á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni International Film Business Awards í byrjun desember. Verðlaunaafhendingin fór fram í tengslum við Indywood Film Carnival sem er ein stærsta sölu- og kynningarhátíð kvikmyndageirans og haldin er á Indlandi. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Akureyri - Vönduð íbúðagisting
Vel útbúnar og rúmgóðar íbúðir. Uppábúin rúm fyrir sjö manns, handklæði og þráðl...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
 
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...