Jólageitin brunnin

Jólageitin í ljósum logum.
Jólageitin í ljósum logum. Ljósmynd/Sigurður Eiríksson

Það á ekki af jólageitinni við IKEA að ganga. Ekki eru liðnar tvær vikur frá því að henni var komið fyrir og nú hefur hún orðið eldinum að bráð líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. 

Uppfærð frétt: Serían varð geitinni að falli

Sex metra hárri jólageit var komið fyrir við verslun IKEA í Garðabæ fyrr í mánuðinum. Var hún skreytt þúsundum ljósa. Í kringum hana er rafmagnsgirðing en það virðist ekki hafa dugað til að halda skemmdarvörgum frá. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kveikt er í jólageit við IKEA í Garðabæ og þá hefur hún einnig orðið að lúta í lægra haldi fyrir veðrum og vindum. 

Fréttir mbl.is um jólageitina: 

Jólageitin risin

Jólageitin óveðrinu að bráð

Grunaðir um geitabrennu

Jólageitin.
Jólageitin. Ljósmynd/Sigurður Eiríksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert