Vaxtalækkanir hækka íbúðaverð

skyggna úr safni fyrst birt 19950525 Mappa Reykjavík, götur hús …
skyggna úr safni fyrst birt 19950525 Mappa Reykjavík, götur hús 3, síða 4 röð 2d) mbl.is/Golli

Sigurður Erlingsson, fyrrverandi forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir lækkandi vexti munu hafa áhrif til frekari hækkunar íbúðaverðs.

„Lækkandi vextir hafa í för með sér að greiðslubyrði lána lækkar. Fyrir vikið verður fólk tilbúið að skuldsetja sig meira. Þar af leiðandi verður fólk tilbúið að bjóða meira í eignir, spenna bogann aðeins meira, af því að það hefur meira svigrúm.

Lágir vextir hafa líka þau áhrif að kynda almennt undir eftirspurn. Bjartsýni eykst og menn verða tilbúnir að hugsa til lengri tíma. Mestu áhrifin hefur þó lækkandi greiðslubyrði. Það er stóra málið. Þessi þróun styður frekari hækkanir á fasteignamarkaði,“ segir Sigurður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, og bendir á að vextir af íbúðalánum á Íslandi séu nú þeir lægstu í manna minnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert