Lofsvert lagnaverk í slökkvistöð

Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri tekur hér við viðurkenningu úr hendi …
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri tekur hér við viðurkenningu úr hendi forsetans. Með þeim á myndinni er Björn Gíslason, framkvæmdastjóri SHS fasteigna sem hafði umsjón með byggingunni.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands afhenti nýlega viðurkenningar fyrir „lofsvert lagnaverk 2014“ fyrir hönd Lagnafélags Íslands. Verðlaunin voru veitt hönnuðum og iðnaðarmönnum nýrrar slökkvistöðvar í Mosfellsbæ fyrir vel heppnaða lagnahönnun á stöðinni.

Afhending viðurkenninga fór fram í slökkvistöðinni að viðstöddu fjölmenni, en Ólafur Ragnar er verndari hátíðarinnar. 

Hönnuðir og iðnaðarmenn slökkvistöðvarinnar í Mosfellsbæ hlutu viðurkenningar Lagnafélags Íslands …
Hönnuðir og iðnaðarmenn slökkvistöðvarinnar í Mosfellsbæ hlutu viðurkenningar Lagnafélags Íslands fyrir lofsvert lagnaverk 2014.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert