Heimilisofbeldi á heimili þriggja ára barns

mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

 Um miðnætti var lögregla kölluð á heimili á höfuðborgarsvæðinu en þar hafði sambýlisfólk verið að rífast og kom áfengi við sögu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Einhver átök urðu þeirra á milli og réðist annað þeirra á hitt fyrir framan lögreglu sem endaði með handtöku og vistun í fangaklefa. Þriggja ára gamalt barn var á heimilinu. Málið sent til barnaverndar og rannsóknarlögreglumaður er kominn með málið í sínar hendur en hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er lögð áhersla á að grípa inn þegar um heimilisofbeldi er að ræða. 

Alda Hrönn Jó­hanns­dótt­ir, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­reglu­stjóra­embætt­inu á höfuðborg­ar­svæðinu, segir að um 50 heimilisofbeldismál komi til kasta lögreglunnar í hverjum mánuði og því sé yfirleitt þannig farið að foreldrar telji að börn sofi á meðan en það sé í flestum tilvikum ekki rétt mat hjá foreldrum barnanna.

450 heimilisofbeldismál á níu mánuðum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert