Blaðið verður litblint á pólitík

Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Það vita auðvitað allir að ég er Samfylkingarmaður og gagnvart lesendum er auðvitað gott að slíkt sé á hreinu. Blaðið verður hins vegar litblint á alla pólitík og öll sjónarmið fá inni,“ segir Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi ráðherra. Hann hefur verið ráðinn ritstjóri nýs héraðsblaðs á Suðurlandi, Suðra, sem Pressan ehf mun gefa út.

„Við munum fjalla um stóru málin, hvað sé í deiglunni í sveitarstjórnum og á vettvangi landsmálanna sem tengist Suðurlandi. Einnig verða menningarmálin tekin fyrir og ég vil endilega fá aðsent efni. Slíkt lífgar fjölmiðilinn. Við verðum samt minna í þessum daglegu fréttamálum,“ segir Björgvin sem hefur jafnhliða pólitík talsvert sinnt ritstörfum. Þessa dagana situr Björgvin á Alþingi sem varamaður.

Fyrsta tölublað Suðra er væntanlegt í nóvember og mun koma út hálfsmánaðarlega Miðað er við að blaðið verði að jafnaði 16 síður. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert