Isavia fjármagnar löggæslu í Leifsstöð

Ólafur segir Isavia hafa verið hliðhollt lögreglunni.
Ólafur segir Isavia hafa verið hliðhollt lögreglunni. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

 „Isavia leggur til fjármagn til lögreglunnar meðal annars til uppsetningar á búnaði og aðstöðu en til þess að tryggja þjónustustig á Keflavíkurflugvelli hefur Isavia einnig lagt fjármagn til rekstrar lögreglu síðustu ár.“

Þetta segir í skriflegu svari Isavia við fyrirspurn mbl.is um stöðu löggæslu á Keflavíkurflugvelli. Eins og fram kom í frétt mbl.is fyrr í vikunni hefur tollvörðum á flugvellinum fækkað um tvo á sama tíma og farþegafjöldi hefur aukist um tvær milljónir auk þess sem fjölgun lögreglumanna hefur ekki haldist í hendur við fjölgun farþega á vellinum.

Frétt mbl.is: Fleiri farþegar - færri tollverðir

Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðuresjum telur nauðsynlegt að bæta þar úr. Segir hann mikilvægt að ríkið leggi til aukið fjármagn til löggæslu á flugvellinum.
„Það er fullkomlega ljóst að til þess að lögreglan geti staðið undir sínu hlutverki á Keflavíkurflugvelli þarf að bæta við mannskap. Það skiptir verulega miklu máli að Keflavíkurflugvöllur geti sem alþjóðaflugvöllur staðist þær kröfur sem gerðar eru til þess að öryggi sé í fullkomnu lagi á vellinum.“

Hvað fjárstuðning Isavia við störf lögreglu varðar sagði Ólafur aðeins: „Isavia hefur verið okkur hliðhollt í rekstrinum.“ 

Hefur ekki áhrif á öryggi farþega

Í fyrrnefndu svari Isavia við fyrirspurn mbl.is segir að Isavia hafi sérstaklega bent á að fjárframlög til lögreglu á Suðurnesjum þyrftu að taka meira mið af því að eitt af verkefnunum er landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli.

„Það að lögreglumönnum hafi ekki fjölgað í takt við farþegafjölgun hefur ekki áhrif á öryggi farþega eða starfsfólks. Um er að ræða vegabréfaeftirlit vegna flugs til áfangastaða utan Schengen svæðisins, aðallega Bretlands og Norður-Ameríku,“ segir í svari Isavia. „Mönnun þarf að vera nægileg til þess að tryggja gott flæði um landamærin og að það myndist ekki langar raðir í vegabréfaeftirliti. Nú er mönnun góð og nægileg til þess að gott flæði sé í gegnum landamæraeftirlit, þrátt fyrir að fjölgun hafi ekki verið jafnhröð og fjölgun farþega.“

Í svarinu er tekið fram að samstarf við lögreglu hafi verið mjög gott og að hún hafi skipulagt starf sitt mjög vel til þess að tryggja hátt þjónustustig við farþega. Þá er jafnframt tekið fram að auk fyrrnefndra fjárframlaga til lögreglu sé Isavia að fjárfesta í tækjabúnaði til að auka sjálfvirkni og verið sé að vinna í að koma upp sjálfvirkum vegabréfahliðum sem auka munu afköst við landamæraeftirlit.

„Öryggisgæsla á flugvellinum, flugvernd og vopnaleit er unnin af starfsfólki Isavia. Fjölgun starfsfólks sem sinna þeim störfum hefur verið í takt við farþegaaukningu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur í ruslagámi á Smiðjuvegi

19:59 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir sjö í kvöld vegna elds sem kviknað hafði í ruslagámi á Smiðjuvegi. Meira »

Menn endurtaka sömu fyrirheitin

18:45 „Það var mikill samhljómur meðal fulltrúa flokkanna um að það væri mikilvægt að stefna vísinda- og tækniráðs á hverjum tíma næði fram að ganga,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Meira »

Áfram stormur á morgun

18:08 Það sló í storm á nokkrum stöðum á Suðvesturlandi í dag þar sem vindur mældist um 20 m/s. Verstar voru hviðurnar við fjöll, m.a. Hafnarfjallið þar sem vindhraðinn þar fór vindhraðinn hátt í 40 m/s í verstu hviðunum í dag. Meira »

Allt að 5.000 íbúðir til leigu á Airbnb

17:43 Á bilinu 4.500 til 5.000 heilar íbúðir eru til leigu á Airbnb á landinu öllu samkvæmt nýjum gögnum sem Seðlabankinn festi kaup á frá greiningarfyrirtækinu AirDNA sem fylgist meðal annars með og greinir umsvif gistiþjónustufyrirtækisins alþjóðlega. Meira »

Bjóða konum í leikhús á Kvennafrídaginn

17:29 Leikfélag Akureyrar ætlar að konum á sýninguna Kvenfólk í Samkomuhúsinu á Kvennafrídaginn, þann 24. október október næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 15.00 og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Meira »

Lögbann á störf Loga

16:49 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt lögbannsbeiðni fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að Logi Bergmann hefji störf hjá Símanum og Árvakri, útgefanda mbl.is. Þetta staðfestir Logi í samtali við mbl.is, en málið var tekið fyrir í dag og kveðinn upp úrskurður. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9%

15:38 Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9%.  Meira »

Tvöföldun brautarinnar ljúki sem fyrst

16:02 Krafa til stjórnvalda um að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum á Krýsuvíkurvegi er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem lögð var fram á íbúafundi í Hafnarfirði sem fram fór í gær. Meira »

Áreitti ókunnuga konu ítrekað í síma

15:35 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa frá því í mars 2014 til október 2015 ítrekað hringt í ókunnuga konu og viðhaft kynferðislegt tal. Maðurinn gaf ekki upp nafn sitt þrátt fyrir að konan hafi ítrekað óskað eftir því. Meira »

Þriðji fundur flugvirkja árangurslaus

15:33 Þriðji fundur Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair var haldinn hjá ríkissáttasemjara í morgun og var hann árangurslaus, að sögn Óskars Einarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands. Meira »

Bæta þarf laun og starfsumhverfi

15:22 Sviðsstjóri kjarasviðs í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að eitthvað þurfi að gera til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar vantar 570 hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfinu. Meira »

Búið að koma í veg fyrir frekari mengun

15:00 Olíumengunin í Grófarlæk tengist að öllum líkindum gömlu röri á svæði N1-bensínstöðvarinnar. Búið er að koma í veg fyrir frekari mengun og segist heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar telja að með samstilltu samstarfi hafi verið komið í veg fyrir tjón á lífríkinu. Meira »

„Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð“

14:42 Stjórn Blaðamannafélags Íslands fordæmir lögbann það sem sýslumaðurinn í Reykjavík hefur lagt við frekari birtingu frétta byggðum á gögnum úr Glitni banka, sem Stundin og Reykjavík Media hafa undir höndum og krefst þess að lögbannið verði þegar látið niður falla, enda engir þeir hagsmunir í húfi sem réttlæta slíkar aðgerðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Meira »

Telja að það vanti 570 hjúkrunarfræðinga

14:04 Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum innan íslensks heilbrigðiskerfis. Verði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana gæti sá skortur haft óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Meira »

Sumir útiloka hækkun en ekki aðrir

13:40 Forystumenn stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram til alþingiskosninga tóku misdjúpt í árinni þegar þeir voru spurðir um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu á opnum fundi sem Samtök ferðaþjónustunnar stóðu fyrir í Hörpu í morgun. Sumir útilokuðu hækkun en aðrir treystu sér ekki til þess að segja af eða á. Meira »

Háskaleikur ferðamanns vekur óhug

14:35 „Þetta er ekki æskileg ferðahegðun,“ segir Daði Guðjónsson, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, um stutt myndband sem birt hefur verið á YouTube. Meira »

Bærinn borgi fyrir flutning hesthúss

14:01 Eigandi hesthúss á Símonartúni við Eskifjörð hefur óskað eftir því að Fjarðabyggð beri kostnað af flutningi hússins af svæðinu vegna aukinnar hættu á ofanflóðum og aukinnar umferðar um Helgustaðarveg. Meira »

Sigmundur þurfti á salernið

13:36 „Það var væntanlega þannig sem ég lenti í þeirri sérkennilegu stöðu að þurfa að svara blaðamanni New York Times um salernisferðir mínar,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á Facebook. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
VAÐNES-sumarbústaðalóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...