Bankaráðið vill rannsókn

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur samþykkt að láta gera athugun á framkvæmd gjaldeyrisreglna bankans. Tilefnið er m.a. nýlegt bréf umboðsmanns Alþingis þar sem atriði í framkvæmdinni eru gagnrýnd.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag staðfestir Þórunn Guðmundsdóttir, formaður bankaráðs, að málið sé í vinnslu. Viðræður standi yfir við tiltekinn aðila um að taka að sér rannsókn málsins. Hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það.

Samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðsins hefur Seðlabankinn leitað til Lagastofnunar Háskóla Íslands varðandi þessa rannsókn. Stendur til að láta rannsaka annars vegar lagalegan grunn umræddra reglna, og framkvæmd þeirra, og hins vegar lagaheimildir fyrir stofnun Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ).

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert