Skip sökk í Reykjavíkurhöfn

Perlan að sökkva í Reykjavíkurhöfn
Perlan að sökkva í Reykjavíkurhöfn

Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn í morgun en verið var að sjósetja skipið eftir að hafa verið í slipp. Að sögn vaktstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er búið að koma öllum frá borði. Um mannleg mistök er að ræða, segir framkvæmdastjóri Slippsins, Bjarni Thoroddsen.

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri segir að þrír um borð en þeir komust allir frá borði án þess að hafa blotnað mikið. 

Svo virðist vera sem gleymst hafi að loka botnlokum segir Bjarni í samtali við mbl.is en hann getur á þessari stundu ekki sagt nánar um það annað en að botnlokur skipsins hafi verið opnar og því sökk skipið. 

Ekki er vitað hver staða skipsins er nú, það er hvort vél þess hefur skemmst en það fer að fjara út um hádegið og síðdegis í dag verður hægt að komast að því til að dæla sjó úr skipinu. Þá kemur væntanlega í ljós hvert tjónið er.

Perla er minnsta sanddæluskip Björgunar og hefur það verið gert það út frá árinu 1979. D/S Perla er aðallega notuð til dýpkana, landfyllingar og annarra skyldra verkefna. Skipið ber allt að 300 m3 af efni og getur dælt efni upp af allt að 20 m dýpi, segir á vef Björgunar.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðið er að störfum í Reykjavíkurhöfn og ætlar að koma upp flotgirðingum á svæðinu til þess að koma í veg fyrir frekari mengun.

Að sögn stafsmanns Slippsins þarf að kafa niður að skipinu og kanna skemmdir og þétta það sem hægt er áður en gerð verður tilraun að koma á flot. 

Mbl.is ræddi við fyrrverandi vélstjóra á Perlunni sem telur ólíklegt að Perlan verði sjósett aftur og að skipið sé væntanlega ónýtt. Þetta er í þriðja skiptið sem skipið sekkur. Í fyrsta skiptið gerðist það á Grænlandi og lá það undir vatni í heilt ár. Í seinna skiptið sökk það í Noregi, segir vélstjórinn fyrrverandi í samtali við mbl.is. 

Verið er að setja upp aðgerðarstöð á hafnarbakkanum en um tímafreka aðgerð er að ræða að sögn slökkviliðsstjóra. 

Hann segir að farið verði yfir næstu skref með eiganda útgerðarinnar og heilbrigðiseftirliti. „Skaðinn er staðbundinn eins og hann er núna," segir hann.

Perla sokkin í sæ.
Perla sokkin í sæ. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson
Perla á niðurleið við Reykjavíkurhöfn.
Perla á niðurleið við Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson
Perla að sökkva í Reykjavíkurhöfn.
Perla að sökkva í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson
Slökkviliðsmenn að bjarga manni frá borði.
Slökkviliðsmenn að bjarga manni frá borði.
Slökkviliðsmenn við Perlu í Reykjavíkurhöfn.
Slökkviliðsmenn við Perlu í Reykjavíkurhöfn.
Perla komin á hliðina í Reykjavíkurhöfn. Hún sökk fljótlega.
Perla komin á hliðina í Reykjavíkurhöfn. Hún sökk fljótlega.
Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn
Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn mbl.is/Lára Halla
Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn
Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn
Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn
Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn mbl.is/Lára Halla
Flotgirðingin sem slökkvilið var að setja upp
Flotgirðingin sem slökkvilið var að setja upp mbl.is/Lára Halla
mbl.is/Lára Halla
mbl.is/Lára Halla
mbl.is/Lára Halla
mbl.is/Lára Halla
mbl.is/Lára Halla
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert