Engin arðgreiðsla frá Isavia

mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Tekjur ríkisins af arði verða um 15 milljörðum króna umfram áætlun samkvæmt frumvarpi stjórnvalda til fjáraukalaga og kemur þar einkum þrennt til samkvæmt frumvarpinu.

Fyrir það fyrsta verður arður af eignarhlut ríkissjóðs í viðskiptabönkunum 17,9 milljörðum króna yfir áætlun eða 25,6 milljarðar króna í stað 7,7 milljarða króna. Þar af verður arður frá Landsbankanum hf. 23,5 milljarðar króna.

Í öðru lagi verður arður frá Seðlabankanum vegna rekstrarafkomu ársins 2014 1,9 milljarðar króna sem er 2,1 milljarði króna undir áætlun. Í þriðja lagi verður ekki af 0,7 milljarða króna arðgreiðslu frá Isavia sem stefnt var að í fjárlögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert