Meðgöngumæðrun, ekki staðgöngumæðrun

AFP

Óháði söfnuðurinn gerir athugasemd við orðið „staðgöngumæðrun“ í umsögn sinni um frumvarp um málið sem nú liggur fyrir Alþingi. Vill söfnuðurinn að orðið „meðgöngumæðrun“ verði frekar notað enda lýsi það orð „því gersamlega, sem við á að éta í þessum efnum,“ líkt og segir í umsögn safnaðarins sem séra Pétur Þorsteinsson skrifar undir.

„Staðgöngumóðir stendur fyrir mömmu, sem gekk einhverjum í móðurstað, fóstra eða stjúpmóðir,“ segir m.a. í umsögninni.

„Meðgöngumóðir“ og „meðgöngumæðrun“ henti betur. „Mamman gengur með bumbubúann meðan meðgangan á sér stað í þessa 9 mánuði og svo vart söguna meir. Þess vegna lýsir hitt orðalagið ekki neinu réttu, heldur röngu í huga alþýðu manna, sem hefur merkingu orðanna í huga frá fornu fari og eins líka með því að meðgöngumamman lýsir því miklu nær sanni því sem fer fram heldur en því sem þetta frumvarp er nefnt eftir, eða hver fattaði upp á því orði??“ segir orðrétt í umsögninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert