Uppfylltu skilyrði fyrir auknu framlagi

Ríkisútvarpið að það hafi uppfyllt skilyrði fyrir auknu framlagi úr …
Ríkisútvarpið að það hafi uppfyllt skilyrði fyrir auknu framlagi úr ríkissjóði samkvæmt skilningi efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vegna ummæla varaformanns fjárlaganefndar Alþingis í byrjun vikunnar áréttar Ríkisútvarpið í tilkynningu að staðfesting hefur borist frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu um að Ríkisútvarpið hafi samkvæmt skilningi fjármála- og efnahagsráðuneytinu uppfyllt þau skilyrði sem sett voru fyrir aukalegri fjárveitingu til stofnunarinnar.

Í bréfi frá ráðuneytinu segir að stjórn Ríkisútvarpsins hafi unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins og að árangur hafi orðið af því starfi. „Í tengslum við þá vinnu hafa verið lagðar fram ólíkar útfærslur og rekstraráætlanir sem byggt hafa á mismunandi forsendum. Meðal mögulegra aðgerða sem lagt hefur verið upp með í vinnunni til að bæta fjárhagsstöðu félagsins eru sala á byggingarrétti, að fallið verði frá frekari lækkun útvarpsgjalds og aflétting lífeyrissjóðsskuldbindinga með einhverjum hætti,“ segir í bréfinu. 

Þá segir ennfremur að: „Með vísan til ofanritaðs er það afstaða ráðuneytisins að RÚV hafi af sinni hálfu uppfyllt skilyrði sem nefnd voru í nefndaráliti með fjárlagafrumvarpi. Fjármála- og efnahagsráðuneytið taldi því ekki ástæðu til að leggja til í frumvarpi til fjáraukalaga, sem liggur fyrir Alþingi, að fjárheimildir verði lækkaðar á yfirstandandi fjárlagaári.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert