Skilja eftir dýrmæt tæki

Tæki sem tengdust FUTUREVOLC nýttust við að fylgjast með kvikuhreyfingum …
Tæki sem tengdust FUTUREVOLC nýttust við að fylgjast með kvikuhreyfingum frá Bárðarbungu og fleiri þáttum eldgossins í Holuhrauni. mbl.is/RAX

Flestir erlendu þátttakendurnir í FUTUREVOLC-verkefninu ætla að skilja tæki og tól, sem þeir komu með til landsins, eftir hér á landi þegar verkefninu lýkur, að sögn Kristínar Vogfjörð, rannsóknastjóra Veðurstofunnar.

Verðmætið er nálægt hundrað milljónum króna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Um er að ræða samevrópskt rannsóknaverkefni sem snýr að vöktun eldfjalla og rannsóknum á þeim.

Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun HÍ, var í forystu fyrir verkefninu en það var leitt sameiginlega af Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert