Öll tilboðin undir kostnaðaráætlun

Áætluð heildarstærð sjúkrahótels er um 4.000 fermetrar.
Áætluð heildarstærð sjúkrahótels er um 4.000 fermetrar.

Öll tilboð sem bárust í tilboð í umsjón og eftirlit með framkvæmdum við byggingu sjúkrahótels voru undir kostnaðaráætlun, en tilboðin voru opnuð hjá Ríkiskaupum í dag. Kostnaðaráætlun verksins hljóðar upp á 37,5 milljónir, en lægsta tilboðið var frá Verkís hf, eða 27,5 milljónir kr.

Fram kemur í tilkynningu frá félaginu Nýjum Landspítala, að bygging sjúkrahótelsins sé hluti af fyrsta áfanga byggingar nýs Landspítala við Hringbraut. Um er að ræða eftirlit með byggingu sjúkrahótels og við framkvæmdir á lóð.

Fimm tilboð bárust í eftirlitið frá eftirtöldum aðilum:

  1. Mannvit - 28 milljónir
  2. 2. Efla verkfræðistofa - 31,2 milljónir
  3. 3. Verkís hf. - 27,5 milljónir
  4. 4. Hnit verkfræðistofa hf. - 32,8 milljónir
  5. VSÓ ráðgjöf ehf. - 32,6 milljónir

Í framhaldinu verður farið yfir tilboðin áður en endanleg niðurstaða fæst.

Á morgun mun Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skrifa undir samning við LNS Saga vegna byggingar sjúkrahótels á kl. 11. Ráðherra mun einnig taka fyrstu skóflustungu að sjúkrahótelinu á opnu svæði á milli Barnaspítala og kvennadeildar við Landspítalann við Hringbraut. 

Samningurinn er milli NLS Saga, sem var lægstbjóðandi í verkið, og hlutafélagsins Nýr Landspítali ohf.  Áætluð heildarstærð sjúkrahótels er um 4.000 fermetrar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert