Ekki hefur tekist að þétta framskip Perlu

Dæling hófst af krafti í síðustu viku, en björgunarmenn þurftu …
Dæling hófst af krafti í síðustu viku, en björgunarmenn þurftu síðan að hverfa frá vegna leka í framskipinu. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Ekki er útilokað að stálplata hafi slegið út þegar Perla var sjósett og það hafi meðal annars orsakað mikinn leka í skipinu.

Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að ýmsar kenningar hafi heyrst um það hvers vegna Perlan sökk skömmu eftir sjósetningu fyrir rúmri viku og þessi þar á meðal. Hann segir tæpast fara á milli mála að enn sé leki að skipinu og ekki hafi tekist að þétta það að fullu.

Afturskipið er talið þétt, en áfram er leitað leka í framskipinu. Kafarar hafa ekki fundið gat á skipinu, en hefur ekki tekist að kanna botn Perlu, þar sem hún situr flatbotna við Ægisgarð þar sem er átta metra dýpi á flóði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert