Ítreka andstöðu við áfengisfrumvarpið

SAMAN-hópurinn er alfarið á móti því að sala áfengis í …
SAMAN-hópurinn er alfarið á móti því að sala áfengis í matvöruverslunum verði leyfð. mbl.is/Júlíus

Í tilkynningu til fjölmiðla ítrekar SAMAN-hópurinn andstöðu sína við framkomnar tillögur að breytingum á áfengislögum og segir aukið aðgengi að áfengi vera skref aftur á bak í vernd barna gegn óæskilegum áhrifum áfengisneyslu.

SAMAN-hópurinn er samtarfsvettvangur 22 sveitarfélaga, stofnana og frjálsra félagasamtaka sem vinna að velferð barna og ungmenna, en markmið hópsins er að „minnka áfengis- og vímuefnaneyslu á meðal barna og ungmenna með áherslu á að virkja foreldra til ábyrgðar.

„Rannsóknir hafa sýnt að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu með neikvæðum afleiðingum á líf barna og ungmenna, beint og óbeint,“ segir í tilkynningunni.

Forvarnarstarf undanfarinna ára hefur skilað miklum árangri sem birtist í minnkandi áfengisneyslu barna og ungmenna.SAMAN-hópurinn telur aukið aðgengi að áfengi vera skref aftur á bak í vernd barna gegn óæskilegum áhrifum áfengisneyslu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert