Tunglferja Húsvíkinga verði smíðuð á Akureyri

Svona leit Örninn út og þetta er fyrirmyndin sem höfð …
Svona leit Örninn út og þetta er fyrirmyndin sem höfð er í huga.

„Við Húsvíkingar eigum stóra hlutdeild í könnunarsögu heimsins. Hingað komu Garðar Svavarsson og Náttfari fyrstir norrænna manna og með æfingum geimfaraefna áttu tunglferðir Bandaríkjamanna fyrir 45 árum upphaf sitt í Þingeyjarsýslum.“

Þetta segir Örlygur Hnefill Örlygsson, forstöðumaður Könnunarsögusafnsins – The Exploration Museum á Húsavík, í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Í gær voru kynntar fyrirætlanir um byggingu eftirgerðar tunglferju sem verður komið fyrir á safninu. Ferjan verður, ef allt gengur eftir, afhjúpuð vorið 2019, þegar 50 ár verða liðin frá lendingu Neil Armstrong og Buzz Aldrin á tunglinu, sem þangað fóru með geimskipinu Erninum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert