Fleiri vilja ekki áfengi í matvöruverslanir

.
. mbl.is/Júlíus

Talsvert skiptar skoðanir eru á meðal landsmanna um það hvort leyfa eigi sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum eða ekki samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups. Nokkuð fleiri eru þó á því að ekki eigi að leyfa slíkt eða 47% á móti 41%. Hins vegar eru 67% andvíg sölu á sterku víni í matvöruverslunum og 21% því hlynnt.

Fjallað er um skoðanakönnunina á fréttavef Ríkisútvarpsins. Þar segir að yngra fólk sé jákvæðara fyrir því að leyfa frjálsa verslun með áfengi en rúmlega 50% fólks undir fertugu er fylgjandi því en um þriðjungur andvígur. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru jákvæðastir fyrir því að leyfa sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum eða 59%á meðan 24% eru því andvíg.

Tæpur fjórðungur kjósenda Framsóknarflokksins vilja leyfa sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Mest andstaða við málið er á meðal kjósenda Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Þar eru 85% andvíg sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert