Tafir á flugi Icelandair frá París

Tvær vélar frá Icelandair flugu til Parísar í morgun.
Tvær vélar frá Icelandair flugu til Parísar í morgun. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Að minnsta kosti klukkustundar töf gæti orðið á brottför véla Icelandair frá París í dag. Tvær vélar flugu frá Íslandi til Parísar í morgun og voru þær á áætlun. Engar afbókanir hafa verið í flug til borgarinnar, að sögn upplýsingafulltrúa.

Öryggiseftirlit hefur verið hert á flugvöllum í París og einn Íslendingur segir við mbl.is að lítið sem ekkert mjakist í biðröðum á Charles de Gaulle-flugvelli. Biðraðirnar hlykkist um alla flugstöðvarbygginguna.  

Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að samkvæmt sínum upplýsingum sé ljóst að einhverjar tafir verði á flugi, að minnsta kosti klukkustund. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert