Kalmara í lagi, ekki Bjarkarr

Tvöfalda r-ið á erfitt uppdráttar á Íslandi.
Tvöfalda r-ið á erfitt uppdráttar á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mannanafnanefnd hefur lagt blessun sína yfir eiginnöfnin Kalmara, Mírey, Diljar og Ernir en hafnað endurupptöku umsóknar um eiginnafnið Bjarkarr. Í úrskurði nefndarinnar um endurupptökubeiðnina segir m.a. að ekkert hafi komið fram sem bendir til þess að úrskurður nefndarinnar hafi byggt á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum né að hann hafi byggt á atvikum sem hafa breyst verulega.

„Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann mannanafnanefnd eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Skylda til slíks veltur þó, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Ekkert er fram komið um að slíkur ágalli hafi verið á fyrri úrskurði nefndarinnar,“ segir í úrskurði mannanafnanefndar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert