Slá 75% af gatnagerðargjöldum

Fyrirtæki í Bláskógabyggð vantar starfsfólk.
Fyrirtæki í Bláskógabyggð vantar starfsfólk. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt að veita allt að 75% afslátt af gatnagerðargjöldum til 1. júlí á næsta ári vegna byggingar nýrra húsa í þremur þéttbýlisstöðum í sveitarfélaginu.

Það eru Laugarás og Reykholt í Biskuptungum og Laugarvatn. Áður hafði verið samþykkt að lækka þessi gjöld um 50% og nú bætist við fjórðungur frá upphaflegum taxta.

„Hér hefur sáralítið verið byggt síðustu árin svo nú vantar íbúðarhúsnæði. Það helst svo í hendur við að fyrirtækin á svæðinu vantar starfsfólk sem farið er að standa þeim fyrir þrifum,“ sagði Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert