Konan sæti áfram farbanni

Hjónin komu til Seyðisfjarðar með Norrænu í september.
Hjónin komu til Seyðisfjarðar með Norrænu í september. Sigurður Bogi

Lögreglan á Austurlandi mun í dag óska eftir að farbann yfir hollenskri konu sem kom hingað til lands með Norrænu ásamt eiginmanni sínum í september verði framlengt.

Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa flutt inn mikið magn af fíkniefninu MDMA í húsbílnum. Hann hefur játað að hafa vitað af efnunum en konan hefur neitað vitneskju um þau.

Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð um gæsluvarðhald yfir konunni í október. Hún var aftur á móti útskurðuð í farbann til dagsins í dag vegna rannsóknarhagsmuna. Hjónin eru bæði fædd árið 1970.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert