Ótrúlegt myndskeið frá Vatnajökli

Skjáksot af Youtube

„Draumur minn fyrir þessa töku er að skrásetja ísklifur með hætti sem fátt fólk hefur áður séð og ýta á mörk þýðingar þess að klífa ís.“

Þessi draumur verðlaunaljósmyndarans Kim Temple rættist svo sannarlega með stuttmyndinni Climbing Ice-The Iceland Trifecta sem birtist á Smugmug.com. Myndin sýnir Ísland í hreint ótrúlegu ljósi þar sem ísklifrarar hætta lífi sínu við að klífa ísjaka, síga yfir og ofan í svokallaða skessukatla í jökli og klifra í mögnuðum íshelli, allt í, á og við Vatnajökul.

 Ævintýrið var að hluta til fest á filmu með dróna og nær Temple og teymi hans þannig sjónarhornum á íslenska náttúru sem fáir eiga möguleika á að upplifa. Myndskeiðið má sjá hér að neðan og myndir frá ferðinni má sjá með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert