Tillaga um borgaralaun aftur lögð fram

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingmenn Pírata hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að félags- og húsnæðismálaráðherra verði falið í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðherra „að skipa starfshóp sem kortleggi leiðir til að tryggja öllum borgurum landsins skilyrðislausa grunnframfærslu með það að markmiði að styrkja efnahagsleg og félagsleg réttindi fólks og útrýma fátækt.“ Það er svokölluð borgaralaun. Tillagan var áður lögð fram á síðasta löggjafarþingi en náði þá ekki fram að ganga.

„Skilyrðislaus grunnframfærsla er hugmynd að kerfi sem ætlað er að leysa almannatryggingakerfið af hólmi eða í það minnsta einfalda það verulega, gera það réttlátara og sömuleiðis uppræta ákveðinn innbyggðan ójöfnuð í samfélaginu. Þetta er framkvæmt með því að greiða hverjum og einum borgara fjárhæð frá ríkinu óháð atvinnu eða öðrum tekjum. Þessi upphæð er hugsuð sem grunnframfærsla til að tryggja þau efnahagslegu og félagslegu réttindi sem Ísland er samningsbundið til að tryggja samkvæmt alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi,“ segir í greinargerð.

Þingsályktunartillagan í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert