Ekki ákveðið með áfrýjun

„Við höfum þessar fjórar vikur frá og með deginum í dag að telja og við munum bara gefa okkur þann tíma til að fara vel yfir málið,“ segir Daði Kristjánsson, saksóknari hjá Ríkissaksóknara, í samtali við mbl.is spurður hvort dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá í morgun, þar sem fimm piltar voru sýknaðir af ákæru um hópnauðgun, verði áfrýjað.

Daði segir að málið sé einfaldlega þess eðlis að mikilvægt sé að fara vel ofan í saumana á því. Spurður um viðbrögð við niðurstöðu héraðsdóms segir hann að embættið hafi talið rétt og eðlilegt að málið færi fyrir dómstóla og að þeir tækju af skarið varðandi sönnunarmatið. Ekki hafi verið talið forsvaranlegt að fella það niður.

Frétt mbl.is: Sýknaðir af hópnauðgun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert