Sjómenn fóru í land í Surtsey

Sjómennirnir gengu á land í Surtsey.
Sjómennirnir gengu á land í Surtsey. Skjáskot af Youtube

Nokkrir vestfirskir sjómenn sem voru í áhöfn Fjölnis GK hafa verið yfirheyrðir vegna landtöku í Surtsey fyrir um áratug. Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins besta.

Fjölnir er gerður út af Vísi hf. í Grindavík en skipið landaði reglulega á Þingeyri þegar Vísir rak þar fiskvinnslu, segir í frétt BB.

Fjölnir Baldursson á Ísafirði er einn þeirra sem fór á tuðru í land í Surtsey og tók myndskeið af ferðinni sem hann setti á Youtube fyrir tveimur árum. Myndskeiðið má sjá hér.

Hann hefur ekki verið kallaður til yfirheyrslu. Í viðtali við BB segir hann að hann hafi vitað af friðlýsingu eyjarinnar og að bannað væri að fara þar í land. „Ég fór bara af því að það er bannað,“ segir Fjölnir.

Ítarleg frétt BB um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert