Vinkonurnar breyttu framburði sínum

mbl.is

Vinkonur stúlkunnar sem kærði fimm menn fyrir hópnauðgun sögðu öðruvísi frá fyrir dómi en þær gerðu í skýrslutöku hjá lögreglu. Þá var vitnisburður þeirra í samræmi við atburðalýsingu stúlkunnar en fyrir dómi sögðu þær að stúlkan hefði sagt að ef myndband af atvikinu kæmist í dreifingu, myndi hún segja að henni hefði verið nauðgað.

Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Þar segir m.a. að það hafi þótt veikja framburð stúlkunnar að þrjár vinkonur hennar sögðu hana hafa greint öðruvísi frá atburðum næturinnar áður en myndbandið kom fram.

Mennirnir fimm voru sýknaðir af því að hafa nauðgað stúlkunni en einn þeirra var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að taka upp myndskeið af atvikinu og særa þannig blygðunarkennd stúlkunnar.

Frétt mbl.is: Algjörlega venjulegt kynlíf

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert