Margrét hættir á Litla-Hrauni

Margrét Frímannsdóttir hefur starfað sem forstöðumaður fangelsisins á Litla-Hrauni frá …
Margrét Frímannsdóttir hefur starfað sem forstöðumaður fangelsisins á Litla-Hrauni frá því árið 2008. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Margrét Frímannsdóttir, fangelsisstjóri á Litla-Hrauni og Sogni, hefur sagt upp störfum en hún tilkynnti samstarfsfólki sínu þetta í dag. Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfesti þetta í samtali við mbl.is. Sagðist hann eiga eftir að fara betur í gegnum málið og hann myndi ekki tjá sig nánar um málefni einstaka starfsmanna. Dv sagði frá málinu seinnipartinn í dag.

Páll segir að eins og hefðbundið er þegar fólk segir upp verði staðan í framhaldinu auglýst hjá Fangelsismálastofnun og hæfasti umsækjandinn fenginn í starfið.

Margrét hóf störf í sérverkefnum fyrir dómsmálaráðuneytið fyrir um átta árum, en hún var svo sett fangelsisstjóri Litla-Hrauns í janúar árið 2008 og skipuð í embættið ári síðar. Þegar Sogn var formlega tekið í notkun árið 2012 varð hún einnig fangelsisstjóri þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert