Myndskeið af brunanum á Selfossi

Búið er að rýma Hagahverfi á Selfossi og vísa fólki á fjöldahjálparstöð í Vallaskóla vegna stórbruna sem varð á Gagnheiði þar sem húsnæði Plastiðjunnar er til húsa. Slökkviliðið reynir nú að halda eldinum í skefjum, en vonast er til þess að eldurinn teygi sig ekki í nærliggjandi hús. Samkvæmt Pétur Péturssyni, starf­andi slökkviliðsstjóri hjá Bruna­vörn­um Árnes­sýslu, er eldurinn kominn á hnignunarstig, en enn sé þó mikil hætta á ferðum.

Eftirfarandi myndskeið tók Kristján Bergsteinsson á vettvangi.

Húsnæði Plastiðjunnar varð eldinum að bráð.
Húsnæði Plastiðjunnar varð eldinum að bráð. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson
Frá vettvangi í kvöld.
Frá vettvangi í kvöld. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert