Njólubaugur við Stykkishólm

Glæsilegan njólubaug bar við himin í gærkvöldi rétt fyrir utan Stykkishólm. Njólubaugar eru regnbogar sem sjást að nóttu til. Slíkir baugar kallast „moonbow upp á ensku og vísar heitið til þess að þeir verða til í samspili tunglsljóssins og vökvamisturs. 

Á stjörnufræðivefnum segir að njólubaugar séu mun daufari en hliðstæður þeirra á daginn og virðist stundum hvítir.

Víðir Björnsson fangaði meðfylgjandi mynd af njólubaugnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert