Samráð við ESA um viðmiðunartilboð

Mynd úr safni
Mynd úr safni mbl.is/Júlíus

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) sendi í dag drög að ákvörðun um viðmiðunartilboð fyrir MPLS-TP Ethernetþjónustu Mílu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA).

Segir frá þessu á heimasíðu Póst- og fjarskiptastofnunar.

Kemur það einnig fram að efnt hafi verið til innanlandssamráðs um nýtt viðmiðunarverð Mílu um þetta efni þann 23. desember 2014 og stóð það til 10. febrúar sl. Einn aðili sendi inn athugasemdir, þ.e. Vodafone.

Fyrirhuguð ákvörðun byggist á ákvörðun PFS nr. 21/2015, dags. 12. ágúst sl., um útnefningu Mílu með umtalsverðan markaðsstyrk á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína (fyrrum markaður 14). Samkvæmt henni skal Míla skila PFS endurskoðuðu viðmiðunartilboði eigi síðar en 12. febrúar nk., þ.á.m. varðandi umrædda Ethernetþjónustu,“ segir á síðu PFS. 

Kemur þar einnig fram að með ákvörðun stofnunarinnar, nr. 23/2015, sem dagsett er 12. ágúst sl., hafi PFS samþykkt gjaldskrá Mílu fyrir umrædda þjónustu. Í því viðmiðunartilboði sem hér er til umfjöllunar eru fjallað um aðra skilmála fyrir veitingu þjónustunnar en verð. 

„Það er niðurstaða PFS í þeim ákvörðunardrögum sem í dag voru send til ESA til samráðs að samþykkja umrætt viðmiðunartilboð Mílu um MPLS-TP Ethernetþjónustu að svo stöddu. Eigi síðar en 12. febrúar nk. skal Míla skila PFS uppfærðu viðmiðunartilboði um leigulínuþjónustu, þ.m.t. um umrædda Ethernetþjónustu. PFS mun yfirfara hið uppfærða viðmiðunartilboð í kjölfarið og leggja til nauðsynlegar breytingar á því, áður en það fer í innanlandssamráð og samráð við ESA.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert