Stórbrotnar Íslandsmyndir í nýrri bók

Martin Schulz að mynda við brúnina á Hrafnbjargarfossi.
Martin Schulz að mynda við brúnina á Hrafnbjargarfossi.

Ljósmyndabókin Íslenskar árstíðir er nú á fjármögnunarsíðunni Karolina Fund en þar verða myndir af mörgum íslenskum náttúruperlum eftir ljósmyndarann og Íslandsvininn Martin Schulz. 

Schulz hefur heimsótt Ísland fimmtán sinnum og myndað íslenska náttúru allt árið um kring. 

„Alveg frá því að ég kom hingað fyrst hef ég verið heillaður þessari fallegu eyju," segir Schulz. „Ég hef aldrei upplifað svo fjölbreytt landslag. Ís og eldur, víðerni, torfærar götur og fallegir dalir. Allt þetta hefur Ísland upp á að bjóða. Hér hef ég kannað fáfarna staði þar sem fáir koma, allt frá fjöru til fjalla.“

Martin hefur myndað Snæfellsnesið hátt og lágt og mun bókin innihalda myndir frá Búðum, Arnarstapa, Stapafelli og Kirkjufelli. Í bókinni verða myndir af Gatkletti, Lóndröngum og auðvitað sjálfum Snæfellsjökli. Aðdáendur hálendisins fá myndir frá Landmannalaugum, Hnausapolli og Kerlingarfjöllum. Martin hefur ferðast töluvert um suðausturhorn landsins og í bókinni verða myndir frá þessu töfrandi svæði og má þar nefna Vestrahorn, Fjaðrárgljúfur, Jökulsárlón og Fjallsárlón. Einnig eru myndir frá Breiðamerkursandi, Skaftafelli, Eldhrauni og svæðinu umhverfis Leirhnjúk. Fossum verða gerð góð skil í bókinni og má nefna Goðafoss, Gljúfrabúa  Hrafnbjargarfoss, Brúarfoss og Öxarárfoss á Þingvöllum. Bókin mun einnig innihalda glæsilegar myndir af eldgosunum í Holuhrauni og í Eyjafjallajökli.

Bókin er á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku og það er Jón Heiðar Þorsteinsson,sem einnig heldur úti vefsíðunni Stuck in Iceland sem ritstýrir henni.  

Ljósmynd/Martin Schulz
Ljósmynd/Martin Schulz
Ljósmynd/Martin Schulz
Kirkjufell frá heldur óvanalegu sjónarhorni.
Kirkjufell frá heldur óvanalegu sjónarhorni. Ljósmynd/Martin Schulz
Ljósmynd/ Martin Schulz
Kirkjufell að vetrarlagi og norðurljósin dansa í stjörnubjörtum himninum.
Kirkjufell að vetrarlagi og norðurljósin dansa í stjörnubjörtum himninum. Ljósmynd/ Martin Schulz
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert