Fyrirtæki bjóða flóttafólki störf

Forstjóri Vinnumálastofnunar er ánægður með viðbrögð við auglýsingunni.
Forstjóri Vinnumálastofnunar er ánægður með viðbrögð við auglýsingunni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ágæt viðbrögð hafa verið við auglýsingu Vinnumálastofnunar eftir starfstækifærum fyrir flóttamenn. Auglýsingin birtist mánudaginn 16. nóvember og er fyrst í stað leitað að störfum á höfuðborgarsvæðinu og Eyjafjarðarsvæðinu.

Fram kom í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag að samtals um 140 kvótaflóttamenn og hælisleitendur hefðu fengið dvalarleyfi á Íslandi í ár. Það er meiri fjöldi en nokkru sinni. Telur Rauði krossinn á Íslandi allar líkur á að margir leiti hælis á Íslandi á næsta ári.

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að hingað hafi komið stór hópur einstaklinga sem flóttamenn og von sé á fleirum. Þetta fólk hafi margs konar menntun og starfsreynslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert