Gildi lækkar vextina á húsnæðislánum

Lífeyrissjóðir eru í auknum mæli að bjóða betri lánakjör.
Lífeyrissjóðir eru í auknum mæli að bjóða betri lánakjör. mbl.is/Árni Sæberg

Gildi – lífeyrissjóður hefur lækkað vexti á húsnæðislánum og segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, að nú bjóði sjóðurinn upp á lægstu föstu verðtryggðu vextina sem Gildi hefur boðið á húsnæðislánum frá upphafi eða 3,55%.

Breytilegir vextir á verðtryggðum lánum sjóðsins eru frá 3,20% og á óverðtryggðum lánum frá 6,75%.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Árni að ástæða lækkunarinnar sé tvíþætt. „Við viljum mæta þörfum sjóðfélaga með sem bestum hætti og auka vægi þessa eignaflokks í safninu.“ Lántökugjaldið hjá Gildi er 0,5% af lánsupphæð og segir Árni að það sé með því lægsta sem bjóðist.

 Í fréttatilkynningu sem barst klukkan 9:15 kemur fram að vextirnir eru með þeim lægstu sem í boði eru á húsnæðislánamarkaðnum í dag.

„Sjóðfélagar Gildis njóta töluverðs sveigjanleika þegar kemur að húsnæðislánum sjóðsins. Hægt er að velja á milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána, fastra og breytilegra vaxta. Lánstími er allt að 40 árum og veðhlutfall allt að 75%. Lántökugjaldið er 0,5% af lánsupphæð. Gildi hefur boðið sjóðfélögum sínum upp á húsnæðislán af þessu tagi frá árinu 2013. 

 Allir sem greitt hafa í Gildi og séreignarsjóði Gildis eiga rétt á láni frá sjóðnum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert