Þjónusta fyrir nærri 240 milljónir

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frá ársbyrjun 2014 til loka október á þessu ári hefur fjármálaráðuneytið greitt nærri 240 milljónir króna vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa.

Kemur þetta fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, þingmanni Vinstri grænna.

Spurt var: „Hversu miklu fé hefur verið varið til kaupa á sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstörfum fyrir ráðuneytið frá upphafi árs 2014? Hverjir hafa fengið greiðslur af þessum ástæðum og fyrir hvaða verkefni?“

En í svari Bjarna segir að „tilfallinn kostn­aður vegna kaupa eða milli­göngu ráðuneytisins um kaup á sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstörfum nam 109.8557.221 kr. á árinu 2014 og 128.051.929 kr. á árinu 2015, fram til loka októbermánaðar.“

Eru því næst taldir upp 53 aðilar sem unnu tilgreind verkefni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert