„Á fullu skriði að klára samninga“

Gengið hefur verið frá fjölda kjarasamninga á umliðnum dögum og …
Gengið hefur verið frá fjölda kjarasamninga á umliðnum dögum og hafa samningar nú verið endurnýjaðir fyrir vel yfir 90% allra launþega á landinu frá því að kjaraviðræður hófust á fyrri hluta þessa árs. mbl.is/Styrmir Kári

Gengið hefur verið frá fjölda kjarasamninga á umliðnum dögum og hafa samningar nú verið endurnýjaðir fyrir vel yfir 90% allra launþega á landinu frá því að kjaraviðræður hófust á fyrri hluta þessa árs.

„Við erum búin að ljúka samningum við 35 stéttarfélög af 64,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður Samninganefndar sveitarfélaga. „Við erum á fullu skriði að klára samninga um þessar mundir,“ segir hún.

Eftir er að semja við þrjú stéttarfélög starfsmanna á leikskólum, þ.e. við leikskólakennara, stjórnendur leikskólanna og tónlistarkennara. Svo er enn ósamið við öll stéttarfélög starfsmanna hjá sveitarfélögum sem eru í BHM en þar er um nálægt eitt þúsund launþega að ræða. Auk þessa eiga sveitarfélögin eftir að ná samningum við fjögur félög innan ASÍ. Stöðugildi hjá sveitarfélögunum eru um 15 þúsund talsins en starfsmenn þeirra eru þó mun fleiri þar sem margir eru í hlutastörfum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert