Borgin úr viðræðum um fimleikahús

Bygging fimleikahúss hefur verið á döfinni í tvö ár.
Bygging fimleikahúss hefur verið á döfinni í tvö ár.

Reykjavíkurborg hefur dregið sig út úr viðræðum við Seltjarnarnesbæ um byggingu fimleikahúss í bænum.

Af um 500 fimleikaiðkendum eru 75% búsett í Reykjavík. „Það var kominn grundvöllur fyrir samningum þannig að borgin myndi greiða leigu,“ segir Magnús Örn Guðmundsson, formaður íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, en viðræður höfðu til þessa gengið vel, að sögn hans.

Áætlaður kostnaður við viðbyggingu á íþróttahúsi með fimleikaaðstöðu er um 700 milljónir kr. og segir Magnús að það sé of stór biti fyrir 4.400 manna bæjarfélag. „Ástæða þess að við leggjum svo mikla áherslu á aðkomu Reykjavíkurborgar er sú að þetta er gríðarlega dýrt mannvirki auk þess sem 75% iðkenda koma þaðan,“ segir Magnús í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert