Ekki lengur í öndunarvél

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bílveltu í Hrútafirði fyrir tveimur vikum liggur enn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi en hann er ekki lengur í öndunarvél. Frekari upplýsingar um ástand mannsins, sem er á sjötugsaldri, eru ekki fáanlegar.

Talið er að bíll mannsins hafi farið tvær eða þrjár veltur en hann endaði um tíu til tólf metrum utan vegar þegar slysið varð fimmtudaginn 12. nóvember. Maðurinn, sem var einn í bílnum, var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann.

Fyrri frétt mbl.is: Maðurinn enn í öndunarvél

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert