ESB verður kosningamál 2017

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Styrmir Kári

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir flokk sinn líta svo á að aðildarumsókn Íslands að ESB sé enn í gildi. Það kemur honum því ekki á óvart að Matthias Brinkmann, sendiherra ESB á Íslandi, skuli telja umsóknina mögulega í gildi. Árni Páll telur ESB-umsóknina verða kosningamál 2017.

Fjallað hefur verið um sjónarmið Brinkmanns á mbl.is. Morgunblaðið ræddi við sendiherrann eftir óformlegan blaðamannafund hans í sendiráði ESB í gær.

Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra sendi í mars sl. bréf til for­mennsku­rík­is ESB og óskaði þess þar að Ísland yrði ekki leng­ur álitið um­sókn­ar­ríki.

Ekki hefur náðst í Gunnar Braga vegna málsins í dag.

Ríkisstjórnin getur hvenær sem er óskað eftir viðræðum

Árni Páll segir vel hægt að endurvekja aðildarferlið.

„Ég hef alltaf lagt á það áherslu frá því að bréfið var sent að það hefði enga efnislega þýðingu til þess að draga til baka aðildarumsóknina. Það var skrifað og sent beinlínis til þess að sniðganga Alþingi sem hafði gefið umboð til umsóknarinnar. Sú þingsályktun gildir enn. Það er skilningur okkar í Samfylkingunni að hin þjóðréttarlega staða umsóknarinnar væri með þeim hætti að ríkisstjórn Íslands gæti hvenær sem er óskað eftir því að halda þessu ferli áfram, á grundvelli þeirrar þingsályktunar og þess umboðs sem þegar hefur verið veitt. Það sem við höfum síðan gert er að lýsa þeirri stefnu okkar að leggja beri í dóm þjóðarinnar hvort þráðurinn verður tekinn upp að nýju. Að fengnu því samþykki þjóðarinnar er alveg ótvírætt að það á að vera mögulegt að halda málinu áfram,“ segir Árni Páll.

Spurður hversu of­ar­lega þetta mál verði á baugi hjá Sam­fylk­ing­unni í kosn­inga­bar­átt­unni 2017 seg­ir Árni Páll að all­ir stjórn­ar­and­stöðuflokk­arn­ir hafi staðið saman að þings­álykt­un­ar­til­lögu í vor, í kjölfar þess að utanríkisráðherra sendi bréfið, um að fram fari þjóðar­at­kvæðagreiðsla um hvort þráður­inn skuli tek­inn upp að nýju.

„Ég á ekki von á öðru en að þeir flokk­ar verði áfram til­bún­ir til að standa að því að leggja þetta mál í dóm þjóðar­inn­ar,“ segir Árni Páll.

Annað svar frá ESB en búist var við

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, fjallar um stöðu ESB-málsins á vef sínum í dag. Hann vitnar þar til einkasamtala við ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

„Þegar utanríkisráðherra kynnti í ríkisstjórn bréf sitt til ESB sl. vetur kom jafnframt fram, að samið hefði verið fyrirfram um svarbréf, sem efnislega mundi hljóða á þann veg, að það yrði málefni framkvæmdastjórnar ESB í framtíðinni að ákveða, hvort hún teldi aðildarumsóknina virka eða ekki. Þetta væntanlega svar var auðvitað algerlega ófullnægjandi en engu að síður samþykkt af ráðherrum beggja flokka.

Svarið sem kom var hins vegar ekki hið umsamda svar heldur enn loðnara. Þetta hafa einstakir ráðherrar Sjálfstæðisflokks staðfest í einkasamtölum,“ skrifar Styrmir.

Hann telur ummæli sendiherra ESB staðfesta „gagnrýni þeirra, sem hafa haldið því fram, að ríkisstjórnin hafi klúðrað afturköllun aðildarumsóknar Íslands að ESB og skilið eftir beina og breiða braut fyrir nýja aðildarsinnaða ríkisstjórn til að halda aðildarviðræðum áfram eins og ekkert hafi í skorizt“.

Ólafur Ragnar brjóstvörn sjálfstæðis

Þá skrifar Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2009-2011, á vef sinn að „hátíðleg loforð núverandi stjórnarflokka um afdráttarlausa afturköllun ESB-umsóknarinnar virðast marklaus og í uppnámi samkvæmt yfirlýsingum sendiherra ESB“.

„Forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, heldur uppi merki sjálfstæðis í utanríkismálum Íslendinga,“ skrifar Jón meðal annars. 

„Mikilvægt er að ríkisstjórnin geri hreint fyrir sínum dyrum með skriflegum staðfestum hætti að umsóknin hafi verið afturkölluð og að skrifleg staðfesting komi frá ESB um að umsóknin hafi ferið felld úr gildi og endursend til Íslands.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Segir áhyggjur af brottkasti óþarfar

00:07 „Það er miður að ekki hafi verið leitað sjónarmiða þeirra sem nýta auðlindina, sjávarútvegsfyrirtækja eða hagsmunasamtaka þeirra,“ segir í tilkynningu frá Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, vegna fréttaskýringaþáttarins Kveiks, sem sýndur var á RÚV í kvöld. Meira »

Óveður fram á laugardag

Í gær, 23:22 Ekki er útlit fyrir að veðrið sem nú ríkir á landinu gangi niður fyrr en á laugardag. Þetta kemur fram í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þar segir að útlit sé fyrir hvassa norðanátt næstu daga. Meira »

Gagnrýnir Áslaugu fyrir prófílmynd

Í gær, 22:58 „Sjálfsagt finnst sumum engu skipta hvernig myndir fólk í stjórnmálum notar til að kynna sig. Dæmi hver fyrir sig.“ Þetta segir Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri og bankamaður, í færslu á Facebook og deilir með henni mynd af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Heillast af andrúmslofti Ég man þig

Í gær, 22:30 Spennumyndin Ég man þig hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum þekktra erlendra dagblaða.  Meira »

„Subbuskapur af verstu gerð“

Í gær, 22:29 „Ég hef verið á mörgum skipum. Alls staðar hefur verið brottkast,“ sagði sjómaðurinn Trausti Gylfason í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV nú í kvöld. Þar var sýnt myndefni sem Trausti tók úti á sjó á árunum 2008-2011 og sýndi mikið brottkast á fiski, en brottkast er bannað með lögum. Meira »

Frægasta og verðmætasta Íslandskortið

Í gær, 22:25 „Þetta er frægasta Íslandskortið og það verðmætasta,“ segir Viktor Smári Sæmundsson forvörður um Íslandskort frá árinu 1595 sem er boðið falt fyrir 25 til 30 þúsund sænskar krónur eða tæplega 400 þúsund krónur hjá sænska uppboðshúsinu, Stockholms Auktionsverk. Meira »

„Ég manngeri fuglana í bókinni“

Í gær, 20:55 Sumum finnst lyktin af úldnum andareggjum vera hin eina sanna jólalykt. Frá þessu segir og mörgu öðru sem tengist fuglum, í bók sem spéfuglinn Hjörleifur ritaði og ránfuglinn Rán myndskreytti. Þau taka sig ekki of alvarlega, fræða og skemmta og segja m.a. frá áhættusæknum fuglum, sérvisku þeirra og ástalífi. Meira »

Framkvæmdir stangist á við lög

Í gær, 21:20 Fyrirhugaðar framkvæmdir á Landsímareitnum stangast á við lög að mati Varðmanna Víkurgarðsins, sem er gamli kirkjugarðurin í og við Fógetagarðinn. Þar var fólk grafið langt fram á 19. öld og undanþága var veitt fyrir viðbyggingu Landsímahússins á sínum tíma þar sem almannahagsmunir áttu í hlut. Meira »

Ferðamenn í vanda á Sólheimasandi

Í gær, 20:41 Björgunarsveitir frá Vík og Hvolsvelli voru boðaðar út á sjöunda tímanum í kvöld ásamt öðrum viðbragðsaðilum, vegna ferðamanna í vanda í nágrenni flugvélaflaks á Sólheimasandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

„Enginn búinn að skella hurðum“

Í gær, 20:26 „Við höldum bara áfram á morgun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar hann er spurður um ganginn í stjórnarmyndunarviðræðum. Sigurður Ingi og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sögðu bæði að fundir dagsins hefðu verið góðir. Meira »

„Þetta hætti ekkert“

Í gær, 20:16 „Mér var sagt að ég þyrfti að brosa meira, ég ætti ekki að hylja mig svona mikið ef ég vildi ná lengra og vera sæt,“ sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Hyggjast birta 100 sögur á föstudag

Í gær, 19:34 „Síðan ég byrjaði að starfa í pólitík hafa nokkrir menn úr stjórnmálaflokkum, og þá flestir giftir menn, verið að senda mér skilaboð á kvöldin,“ segir í einni af þeim sögum sem höfð er eftir stjórnmálakonum og sendar hafa verið á fjölmiðla. Meira »

Ferjan biluð næstu vikurnar

Í gær, 18:50 Breiðafjarðaferjan Baldur er biluð og falla siglingar yfir fjörðinn því niður næstu þrjár til fjórar vikurnar. Ekki er ljóst hvað veldur biluninni en hana má rekja til bilunar í aðalvél skipsins. Þetta kemur fram hjá RÚV. Meira »

Tekjurnar ekki verið lægri síðan 2008

Í gær, 18:37 Um leið og útflutningsverðmæti dregst saman hækkar veiðigjald og hefur í sumum tilvikum fjórfaldast. Þróunin gæti m.a. leitt til frekari samþjöppunar í greininni og hægt á endurnýjun skipa og tækja. Meira »

Tvö handtekin í tengslum við vændi

Í gær, 17:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karl og konu um hádegisbil í dag í þágu rannsóknar hennar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Vegir lokaðir víða um land

Í gær, 18:37 Vegurinn um Holtavörðuheiði er lokaður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Sömu sögu er að segja af Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hringvegurinn er lokaður frá Hrútafirði að Vatnsdal. Lokað er bæði í Öræfasveit vegna óveðurs og á Lyngdalsheiði. Meira »

Skólp hreinsað hjá 90% þjóðarinnar

Í gær, 17:57 Að fimm árum liðnum verða 90% landsmanna tengdir skólphreinsistöð, nái þær framkvæmdir sem áætlaðar eru fram að ganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Meira »

Holtavörðuheiði og fleiri vegum lokað

Í gær, 17:25 Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á versnandi færð á Facebook-síðu sinni en af þeim sökum er til að mynda Holtavörðuheiði lokuð og skilyrði víða annars staðar í umdæminu slæm. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Tattoo
...
Allt þetta fólk Þormóðsslysið 18.2. 1943
Þormóðsslysið var hræðilegt áfall og hafði mikil áhrif á Bíldudal og nærsveitir....
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...