ESB verður kosningamál 2017

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Styrmir Kári

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir flokk sinn líta svo á að aðildarumsókn Íslands að ESB sé enn í gildi. Það kemur honum því ekki á óvart að Matthias Brinkmann, sendiherra ESB á Íslandi, skuli telja umsóknina mögulega í gildi. Árni Páll telur ESB-umsóknina verða kosningamál 2017.

Fjallað hefur verið um sjónarmið Brinkmanns á mbl.is. Morgunblaðið ræddi við sendiherrann eftir óformlegan blaðamannafund hans í sendiráði ESB í gær.

Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra sendi í mars sl. bréf til for­mennsku­rík­is ESB og óskaði þess þar að Ísland yrði ekki leng­ur álitið um­sókn­ar­ríki.

Ekki hefur náðst í Gunnar Braga vegna málsins í dag.

Ríkisstjórnin getur hvenær sem er óskað eftir viðræðum

Árni Páll segir vel hægt að endurvekja aðildarferlið.

„Ég hef alltaf lagt á það áherslu frá því að bréfið var sent að það hefði enga efnislega þýðingu til þess að draga til baka aðildarumsóknina. Það var skrifað og sent beinlínis til þess að sniðganga Alþingi sem hafði gefið umboð til umsóknarinnar. Sú þingsályktun gildir enn. Það er skilningur okkar í Samfylkingunni að hin þjóðréttarlega staða umsóknarinnar væri með þeim hætti að ríkisstjórn Íslands gæti hvenær sem er óskað eftir því að halda þessu ferli áfram, á grundvelli þeirrar þingsályktunar og þess umboðs sem þegar hefur verið veitt. Það sem við höfum síðan gert er að lýsa þeirri stefnu okkar að leggja beri í dóm þjóðarinnar hvort þráðurinn verður tekinn upp að nýju. Að fengnu því samþykki þjóðarinnar er alveg ótvírætt að það á að vera mögulegt að halda málinu áfram,“ segir Árni Páll.

Spurður hversu of­ar­lega þetta mál verði á baugi hjá Sam­fylk­ing­unni í kosn­inga­bar­átt­unni 2017 seg­ir Árni Páll að all­ir stjórn­ar­and­stöðuflokk­arn­ir hafi staðið saman að þings­álykt­un­ar­til­lögu í vor, í kjölfar þess að utanríkisráðherra sendi bréfið, um að fram fari þjóðar­at­kvæðagreiðsla um hvort þráður­inn skuli tek­inn upp að nýju.

„Ég á ekki von á öðru en að þeir flokk­ar verði áfram til­bún­ir til að standa að því að leggja þetta mál í dóm þjóðar­inn­ar,“ segir Árni Páll.

Annað svar frá ESB en búist var við

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, fjallar um stöðu ESB-málsins á vef sínum í dag. Hann vitnar þar til einkasamtala við ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

„Þegar utanríkisráðherra kynnti í ríkisstjórn bréf sitt til ESB sl. vetur kom jafnframt fram, að samið hefði verið fyrirfram um svarbréf, sem efnislega mundi hljóða á þann veg, að það yrði málefni framkvæmdastjórnar ESB í framtíðinni að ákveða, hvort hún teldi aðildarumsóknina virka eða ekki. Þetta væntanlega svar var auðvitað algerlega ófullnægjandi en engu að síður samþykkt af ráðherrum beggja flokka.

Svarið sem kom var hins vegar ekki hið umsamda svar heldur enn loðnara. Þetta hafa einstakir ráðherrar Sjálfstæðisflokks staðfest í einkasamtölum,“ skrifar Styrmir.

Hann telur ummæli sendiherra ESB staðfesta „gagnrýni þeirra, sem hafa haldið því fram, að ríkisstjórnin hafi klúðrað afturköllun aðildarumsóknar Íslands að ESB og skilið eftir beina og breiða braut fyrir nýja aðildarsinnaða ríkisstjórn til að halda aðildarviðræðum áfram eins og ekkert hafi í skorizt“.

Ólafur Ragnar brjóstvörn sjálfstæðis

Þá skrifar Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2009-2011, á vef sinn að „hátíðleg loforð núverandi stjórnarflokka um afdráttarlausa afturköllun ESB-umsóknarinnar virðast marklaus og í uppnámi samkvæmt yfirlýsingum sendiherra ESB“.

„Forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, heldur uppi merki sjálfstæðis í utanríkismálum Íslendinga,“ skrifar Jón meðal annars. 

„Mikilvægt er að ríkisstjórnin geri hreint fyrir sínum dyrum með skriflegum staðfestum hætti að umsóknin hafi verið afturkölluð og að skrifleg staðfesting komi frá ESB um að umsóknin hafi ferið felld úr gildi og endursend til Íslands.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

2,2 milljarðar í viðhald fasteigna

20:30 Reykjavíkurborg mun í ár verja um 2,2 milljörðum til viðhalds fasteigna á vegum borgarinnar. Þar af fara 620 millj­ón­ir til átaks­verk­efna í viðhaldi í 48 leik- og grunn­skólum borgarinnar. Höfundar skýrslu um ytra ástand leikskóla telja „viðhaldsskuld“ borgarinnar þegar vera orðna mikla. Meira »

Urðu næstum fyrir heyrúllum

20:29 Tvær heyrúllur rúlluðu af palli vörubíls út á veginn við Mývant fyrr í kvöld. Engin slys urðu á fólki en umferð stöðvaðist þar til tvær konur tóku sig til og ýttu heyrúllunum út af veginum. Meira »

6.000 kílómetra leið á traktor

20:00 Tíunda júní hófst Íslandsför Þjóðverjans Heinz Prien, en hann ólíkt öðrum ákvað að ferðast um landið á 54 ára gamalli dráttarvél af gerðinni Hanomag með húsvagn í eftirdragi. Meira »

„Verið að slá ryki í augun á fólki“

19:54 Sigurmundur Gísli Einarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Viking Tours í Vestmannaeyjum, segir að það sé verið að slá ryki í augun á fólki með umræðu um að leigja tvíbyttnuna Akranes til að sigla milli lands og Eyja. Meira »

John Snorri lagður af stað

18:58 John Snorri Sigurjónsson er lagður af stað á toppinn á fjallinu K2. Áætlað er að förin taki um 10 klukkustundir. Búast má við næstu fréttum frá hópnum um klukkan 5 í nótt að íslenskum tíma. Meira »

Lögreglumennirnir áfram við störf

18:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi nú í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna máls tveggja lögreglumanna sem kærðir hafa verið fyrir brot í starfi. Eru mennirnir sakaðir um harðræði við handtöku manns í Kópavogi í vor og greindi Fréttablaðið frá málinu í dag. Meira »

Héldu að þeir væru að drukkna

17:44 Skipverjarnir þrír á bandarísku skútunni, sem lentu í vandræðum suðvestur af Íslandi aðfaranótt miðvikudags, eru allir þaulreyndir sjómenn, að sögn eiginkonu eins þeirra. Skútan var rafmagnslaus og með brotið mastur þegar rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son, sem hafði verið að störfum skammt frá, kom að skútunni. Meira »

Hjóla í þrjá daga samfleytt

18:15 Fyrirtækið Made in Mountains stendur fyrir Glacier 360-fjallahjólakeppninni sem fram fer dagana 11.-13. ágúst. Um er að ræða fyrstu stigakeppnina sem haldin er hérlendis eftir að Ísland var samþykkt inn í alþjóðahjólreiðasambandið. Keppendur munu hjóla í þrjá daga, meðal annars meðfram Langjökli. Meira »

Biskupstungnabraut opnuð eftir árekstur

16:45 Umferðarslys varð á Biskupstungnabrautinni, við gatnamót Grafningsvegar vestan við brúna yfir Sogið hjá Þrastarlundi, um þrjúleytið í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi lentu þrír bílar þar í umferðaróhappi og urðu verulegar skemmdir á tveimur þeirra. Meira »

Þurfti aðstoð lögreglu vegna farþega

16:44 Lögregla var kölluð út í tvígang í dag á bryggjuna í Vestmannaeyjum vegna ósáttra farþega Herjólfs. „Það er engin ástæða til að hvíla stálið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem kallar eftir því að skipið verði látið sigla allan sólarhringinn þegar þörf krefur. Meira »

Auglýsing um starfið kom á óvart

15:25 Yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans segir það hafa komið honum á óvart að staða hans hafi verið auglýst laus til umsóknar án þess að hann hafi sagt upp starfinu eða verið sagt upp. Þá segir hann það einnig hafa komið á óvart hvernig auglýsingin var orðuð. Meira »

Biskupstungnabraut lokuð vegna slyss

15:17 Lögregla hefur lokað Biskupstungnabraut við Grafningsveg vegna umferðarslyss en veitir ekki nánari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Valitor varar við kortasvikum

14:28 Valitor varar við svikatölvupóstum til korthafa, þar sem þeir eru beðnir um að opna hlekk í póstinum og gefa upp kortaupplýsingar, auk Verified by Visa-númers sem korthafar fá sent í sms-skilaboðum. Meira »

Yfir 500 skjálftar í hrinunni

13:45 Mjög hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni sem hófst austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga í gærmorgun. Smá hrina var í morgun en annars hefur hún verið í rénun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Yfir 500 skjálftar hafa mælst í hrinunni. Meira »

Verði dýpið til vandræða geti ferjan aðstoðað

13:34 Að sögn rekstrarstjóra Eimskips getur ferjan Akranes höndlað dýpið við Landeyjarhöfn jafnvel betur en Herjólfur. Undanfarið hafi dýpið á svæðinu minnkað og því hafi Herjólfur þurft að fresta ferðum. Þá geti ferjan aðstoðað ef að til þess komi. Meira »

Yfir 20 stiga hiti í Reykjavík

14:00 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu njóta sumarblíðunnar í dag, en klukkan eitt mældist hitinn í Reykjavík 20,1 stig. Hæsti hiti sem hefur mælst á landinu í dag, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, er 22,7 stig á Þingvöllum. Meira »

Sekkur líklega á næstu klukkutímum

13:41 Ólíklegt er að náist að bjarga bandarísku skútunni sem lenti í vandræðum suðvestur af landinu aðfaranótt miðvikudags. Skipverjarnir eru enn um borð í rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni en áætlað er að þeir komi í land í kvöld eða fyrramálið. Meira »

Leggur af stað á toppinn kl. 17

12:53 John Snorri Sigurjónsson, sem hyggst verða fyrstur Íslendinga upp á topp K2 í Pakistan, leggur af stað úr fjórðu og jafnframt síðustu búðunum upp á topp klukkan 17 að íslenskum tíma. Áætlað er að það taki rúmlega tíu klukkustundir að klífa upp á topp. Meira »
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald. Verð kr 4000. 4 manna tjald Verð kr 10000. Samanbrjót...
Rúmnuddari á 7800 kr. Andlitspúði sem fer undir rúmdýnur , vatns og olíuheldur
Rúmnuddari Andlitspúði sem fer undir rúmdýnur , vatns og olíuheldur kr 7800. ...
Tjöld, háþrýstidæla ofl
Til sölu tjöld. 2, manna kr 4000, og 4 manna kr 10000.. Samanbrjótanlegur fer...
Coleman fellihýsi með fortjaldi
Til sölu Coleman fellihýsi árg. 1996 með fortjaldi. Hýsið er í ágætu standi. Nýr...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...