Gætu þurft neyðarvegabréf

Ný vegabréf
Ný vegabréf mbl.is/Golli

Frá gærdeginum verða framlengd vegabréf ekki gild ferðaskilríki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá.

Að sögn Margrétar Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár, var mögulegt samkvæmt undantekningu á reglum Alþjóðaflugmálastofnunar að framvísa framlengdum vegabréfum við ferðalög á milli landa. Þessi heimild hefur nú verið felld niður. „Þessi framlenging var í formi áritunar og því ekki véllesanleg eins og reglur Alþjóðaflugmálastofnunar gera kröfu um,“ segir Margrét.

Hún segir að Íslendingar sem eru staddir erlendis með framlengd vegabréf eigi þó alltaf að geta ferðast aftur til landsins. Til þess þurfi þó að fá neyðarvegabréf sem ræðismenn geta gefið út en þeir eru um tvö hundruð talsins um allan heim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert