Vísað til saksóknara á næstunni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með málin til rannsóknar.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með málin til rannsóknar. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Rannsókn á umtöluðum kynferðisbrotamálum í Hlíðahverfi lýkur á næstunni og verður þeim þá vísað til ríkissaksóknara. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki geta veitt frekar upplýsingar um framgang rannsóknarinnar en henni miði vel.

Tvær kærur bárust lögreglunni vegna kynferðisbrota tveggja manna i sömu íbúð í Hlíðahverfi í október. Í framhaldinu hófust deilur á milli lögmanns mannanna annars vegar og kvennanna tveggja sem lögðu kærurnar fram. Hótaði lögmaður kvennanna meðal annars að kæra lögmann mannanna fyrir ummæli hans í fjölmiðlum um málið.

Í kjölfarið kærði annar mannanna sem kærurnar beinast að aðra stúlkuna fyrir kynferðisbrot gegn sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert