Illa gengur að finna loðnuna

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson RE.
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson RE. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Vonskuveður og hafís hafa hamlað loðnuleit norðvestur af landinu, en rannsóknaskipið Árni Friðriksson hefur verið við loðnuleit í um vikutíma.

Það sem til þessa hefur fundist er undir mælingunni sem gerð var fyrr í haust í hefðbundnum haustleiðangri, samkvæmt upplýsingum Þorsteins Sigurðssonar, sviðsstjóra á nytjastofnasviði Hafrannsóknastofnunar.

Líklegt er að skipið verði við loðnuleit áfram og reyni að kanna svæði þar sem hafís hefur verið til trafala, sem og norður með Austur-Grænlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert