Mögulega tekin í notkun í árslok 2017

Við hrunsvæðið Fnjóskadalsmegin er unnið að undirbúningi og verið að …
Við hrunsvæðið Fnjóskadalsmegin er unnið að undirbúningi og verið að koma fyrir dælukerfi. Ljósmynd/Valgeir Bergmann

Gert er ráð fyrir því að slegið verði í gegn í Vaðlaheiðargöngum haustið 2016, miðað við að hægt verði að bora frá báðum endum frá því í mars á næsta ári.

Lokafrágangur tekur um 14 mánuði og ætti því að vera hægt að opna göngin fyrir árslok 2017, að því er fram kemur í umfjöllun um gangnagerðina í Morgunblaðinu í dag.

Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf., og Ágúst Torfi Hauksson stjórnarformaður mættu á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gær að beiðni nefndarinnar. Þeir greindu frá stöðu mála við gangagerðina og svöruðu spurningum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert