Nýr Víkingur til Akraness fyrir jól

Nýr Víkingur. Framundan er reynslusigling hjá skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og …
Nýr Víkingur. Framundan er reynslusigling hjá skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og síðan sigling heim til Íslands.

Nýtt uppsjávarskip HB Granda, Víkingur AK 100, er væntanlegt til heimahafnar á Akranesi fyrir jól.

Í gærmorgun var skipið tekið upp í þurrkví til skoðunar hjá skipasmíðastöðinni Celiktrans í Tuzla í Tyrklandi. Gangi allt eins og ráðgert er verður lagt af stað í heimsiglingu í kringum 8. desember.

Víkingur AK er systurskip Venus NS 150, sem kom til landsins í lok maí í vor. Skipin eru 80 metra löng, 17 metra breið og búin öflugri kæligetu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert