Sesselja og Egill verðlaunuð

Frá afhendingunni í dag.
Frá afhendingunni í dag.

Sesselja Ómarsdóttir og Egill Skúlason fengu afhent Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs á sérstöku afmælisþingi Rannís sem haldið var í dag, en um þessar mundir eru 75 ár liðin síðan Rannsóknaráð Íslands var stofnað.

„Á þessum tímamótum var farið yfir söguna og hlutverk Rannís, auk þess sem tveir ungir vísindamenn hlutu Hvatningarverðlaunin. Doktor Sesselja Ómarsdóttir, prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður gæðarannsókna hjá Alvotech, og doktor Egill Skúlason, eðlisefnafræðingur og dósent við raunvísindadeild Háskóla Íslands, hlutu viðurkenninguna að þessu sinni,“ segir í tilkynningu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs, afhenti verðlaunin, en þau eru veitt þeim vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi. 

Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1987 og eru þau nú þrjár milljónir króna. Markmiðið með veitingu Hvatningarverðlaunanna er að hvetja vísindamenn til dáða og vekja athygli almennings á gildi rannsókna og starfi vísindamanna.

Nánar um verðlaunin hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert