Afgangur af rekstri í Eyjum

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Árni Sæberg

Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2016 var samþykkt á bæjarfundi í gær. Fimm fulltrúar meirihluta veittu samþykki en minnihluti sat hjá.

Meðal þess sem fram kemur í áætluninni er að útsvar hækkar um 2,7% og verður nú 14,36% en fasteignagjöld lækka úr 0,42% í 0,35%.

Áætlunin gerir ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 99 milljónir í A-hluta og 125 milljónir í samstæðu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert