Jólasnjór yfir borginni

Það var jólalegt um að litast í Vogahverfinu í morgun
Það var jólalegt um að litast í Vogahverfinu í morgun

Það hefur kyngt niður snjó á höfuðborgarsvæðinu í nótt og minnir helst á jólin þar sem nýfallin mjöll er yfir öllu. Að sögn verkstjóra hjá Reykjavíkurborg var allt tiltækt lið kallað út fyrir klukkan fjögur í nótt og verið að ryðja helstu götur og göngustíga.

Þannig að það verður greiðfært um höfuðborgina áður en morgunumferðin hefst af fullum þunga. Hann segir að það hafi byrjað að snjóa fyrir alvöru klukkan 1:40 í nótt og snjóað hressilega um tíma.

Það var jólalegt um að litast í Vogahverfinu í morgun
Það var jólalegt um að litast í Vogahverfinu í morgun mbl.is/Gúna



Það er ástæða til þess að benda fólki á að gefa sér rúman tíma til þess að skafa af bílunum og gera ráð fyrir að umferðin gangi aðeins hægar en venjulega.

Það var jólalegt um að litast í Vogahverfinu í morgun
Það var jólalegt um að litast í Vogahverfinu í morgun mbl.is/Gúna

Spá 15 stiga frosti í nótt

Nærri samfelld él hafa verið í höfuðborginni í nótt og orðið mjög vetrarlegt. Búast má við éljum fram eftir morgni á höfuðborgarsvæðinu en síðan verður úrkomulítið. Því er ráðlagt að gefa sér góðan tíma í morgunumferðinni. Norðlæg átt verður ríkjandi í dag og á morgun um 8-15 m/s, hvassast nyrst á landinu. Snjókoma eða él um norðanvert landið, en dregur úr úrkomu sunnanlands í dag. Áfram éljagangur á morgun, en þurrt að kalla suðvestantil og á Austfjörðum. Kólnandi veður, frost 3 til 15 stig í nótt og á morgun, kaldast inn til landsins, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Norðaustan 8-18 m/s og snjókoma NV-til, hvassast á Ströndum, annars suðvestan 5-13 m/s og él, en þurrt á Suðaustur- og Austurlandi. Kólnandi veður. Norðlæg átt 8-15 og snjókoma norðantil á landinu með morgninum, hvassast á annesjum, en hægari vindur sunnantil og dregur úr úrkomu. Hægari og úrkomuminna í kvöld og nótt. Norðlæg átt 8-15 á morgun, hvassast norðantil. Víða él, en úrkomulítið suðvestantil og á Austfjörðum. Frost 3 til 15 stig, kaldast inn til landsins.

Það var jólalegt um að litast í Vogahverfinu í morgun
Það var jólalegt um að litast í Vogahverfinu í morgun mbl.is/Gúna

Á laugardag:
Norðan 10-18 og snjókoma eða él, hvassast nyrst. Hægari vindur og bjart veður sunnantil á landinu. Frost 3 til 12 stig.

Á sunnudag:
Norðan og norðaustan 10-18 m/s norðvestantil og snjókoma. Annars hægari vindur og dálítil él, en yfirleitt þurrt sunnantil. Áfram kalt í veðri.

Á mánudag:
Norðvestlæg átt og snjókoma á norðanverðu landinu, en þurrt að mestu syðra. Frost 0 til 8 stig.

Á þriðjudag:
Breytileg átt, víða él og frost um allt land.

Á miðvikudag:
Norðaustlæg átt og snjókoma eða él, en yfirleitt þurrt sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 7 stig.

Á fimmtudag:
Austlæg eða breytileg átt, víða dálítil él og kalt í veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert