Mjólkin myndar smjörfjall

Mjólkurfernurnar hlykkjast eftir færibandinu í pökkunarstöð MS. Gríðarlegt magn mjólkur …
Mjólkurfernurnar hlykkjast eftir færibandinu í pökkunarstöð MS. Gríðarlegt magn mjólkur fer í gegnum stöðina á degi hverjum. mbl.is/Árni Sæberg

Viðhorfskönnun Mjólkursamsölunnar bendir til að mjólkurframleiðsla gæti aukist um 20 milljónir lítra á næstu árum. Framleiðslan er nú nokkuð umfram það sem þörf er á innanlands. Mjólk sem umfram er myndar smjör- eða mjólkurduftfjöll eða er flutt út fyrir lágt verð.

Könnunin bendir til að helmingur kúabænda innan MS hyggist auka framleiðslu sína á næstu árum og hlutfallslega fleiri framleiðendur innan KS. Áætlar MS að framleiðslan gæti aukist um 20-25 milljónir lítra. Á móti er áætlað að aðrir muni minnka við sig um fimm milljónir lítra.

Mjólkurframleiðslan er nú þegar nokkuð yfir sölu á markaði innanlands. Þannig er áætlað að framleiðslan í ár verði 147 milljónir lítra en salan 122 til 132 milljónir lítra, eftir því hvort miðað er við prótein- eða fitugrunn. Á næsta ári er búist við að munurinn aukist enn frekar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert