Salmann „sópaði af borðum með ofsa“

Salmann var formaður Félags múslima á þeim tíma sem Menningarsetrið ...
Salmann var formaður Félags múslima á þeim tíma sem Menningarsetrið var stofnað og hefur nú aftur tekið við formennsku. mbl.is/Golli

Ítarlegar lýsingar á klofningnum milli stjórnar Félags múslima á Íslandi og stofnenda Menningarseturs múslima er að finna í bókinni Undir Fíkjutré - saga af trú, von og kærleika sem kom út nú fyrir skömmu. Bókin er skrifuð af Önnu Láru Steindal heimspekingi og Ibrahem Faraj, sem kom til Íslands árið 2002 sem pólitískur flóttamaður en bókin fjallar um ævi hans og segir m.a. einnig frá sambandi menningarsetursins við Stofnun múslima eins og mbl.is sagði frá í gær.

Frétt mbl.is: Óeðlileg pressa frá leigusölum

Menningarsetrið var stofnað árið 2009 en fram að því hafði Félag múslima verið eina trúfélag múslima á Íslandi. Í viðtali við Vísi árið 2010 sagði Salmann Tamimi, formaður félagsins forsvarsmenn Menningarsetursins hafa verið rekna úr félaginu fyrir að ýta undir öfga.

Þeim ásökunum höfnuðu talsmenn Menningarsetursins á sínum tíma og í Undir fíkjutré hrekur Ibrahem, sem var fyrsti gjaldkeri setursins, þær enn frekar. Segir hann ástæðu aðskilnaðarins fyrst og fremst grundvallast í ólíkum hugmyndum um hlutverk moskunnar og hlutverk múslima í íslensku samfélagi.

„Við sem vorum nýkomnir þráðum að njóta sannmælis, hinir sem voru löngu komnir óttuðust að dragast inn í hringiðu samfélagsátaka eftir að hafa búið í sátt og samlyndi við samfélagið í ár og jafnvel áratugi,“ segir Ibrahim í kaflanum „Menningarsetur múslima á Íslandi“ um rætur aðskilnaðarins. Hann nefnir einnig áherslu sína á að bjóða börnum upp á nám í arabísku sem sem hann segir hafa verið illa tekið af stjórn Félags múslima.

Æviráðið öldungarráð

Upprunalega hugðist Ibrahem koma þessum sjónarmiðum á framfæri með því að bjóða sig fram til stjórnarsetu í Félagi múslima. Samkvæmt lögum félagsins starfi hinsvegar æviráðið öldungaráð yfir stjórn félagsins sem hafi úrslitaáhrif á ákvarðanir stjórnar. Þótti honum það ekki heillavænleg leið til að sporna gegn öfgatrú enda væri slíkt skipulag ólýðræðislegt og samband hans við stjórn félagsins stirðnaði. Ibrahem hætti að finna sig í starfinu og segir hann andrúmsloftið hafa orðið æ þyngra og árekstrana tíðari.

Upp úr sauð þegar Ibrahem og vinur hans Fadhel Meddeb ákváðu að halda kvöldverðarveislu í bænahúsi félagsins, sem Ibrahem kallar mosku, í Ármúla fyrri part árs 2008. Hafði gestum verið uppálagt að koma með mat og segir hann að skipuleggjendur hafi dreymt um að skapa hefð fyrir því að hittast yfir máltíð í moskunni og bjóða vinum sem ekki játa íslam að koma og kynnast því sem þar fer fram. Borð voru dúkuð, leirtau og matföng lagt á borð og stólum raðað í kring. 

Ibrahim segir Salmann hafa reiðst mikið og skyndilega þegar hann uppgötvaði fyrirætlanir þeirra.

„Þegar hann kom í moskuna skundaði hann inn í salinn þar sem við vorum að útbúa veisluhöldin og sópaði öllu niður á gólf með ofsa og tilheyrandi látum. Síðan hringdi hann í lögregluna og óskaði eftir því að hún sendi menn sér til aðstoðar.“

Úr varð að tveir lögregluþjónar komu á staðinn en hurfu fljótt af vettvangi þar sem þeir gátu ekki séð neitt í aðstæðunum sem þarfnaðist úrlausnar lögreglu, að sögn Ibrahem. Segir hann uppákomuna hafa verið leiðinlega og kjánalega og að hún hafi skotið bæði börnum og fullorðnum sem á staðnum voru skelk í bringu.

Hugmyndin fór illa í okkar gamla formann

Útfrá þessum viðburði töldu þeir Ibrahem og Fadhel fullreynt að þeir ættu ekki samleið með Félagi múslima. Því, segir Ibrahem, ákváðu þeir að stofna sitt eigið félag, Menningarsetur múslima.

„Hugmyndin fór illa í okkar gamla formann og hann reyndi að koma í veg fyrir að henni yrði hrint í framkvæmd. Meðal annars kærði hann Fadhel, sem var talsmaður hins nýja félags, til Ríkislögreglustjóra fyrir öfgafull sjónarmið og hryðjuverkaáform.“

Segir Ibrahem Fadhel hafa mætt til yfirheyrslu og að eftir það hafi málið verið látið niður falla. 

„Síðan hefur því ítrekað verið haldið fram af talsmönnum Félags múslima á Íslandi, og í einhverjum tilvikum haft gagnrýnislaust eftir í fjölmiðlum, að við hefðum verið reknir úr félaginu fyrir öfgafullar skoðanir. Það er ekki rétt. Við gengum úr félaginu vegna þess að hugmyndir okkar um hlutverk moskunnar og okkar sem múslíma í íslensku samfélagi fengu ekki hljómgrunn.“

Kápa bókarinnar undir fíkjutré.
Kápa bókarinnar undir fíkjutré. Ljósmynd/Sagautgafa.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Hótaði að taka þingið í gíslingu“

00:36 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sakar Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, um að hafa beitt ógeðfelldum brögðum til að neyða aðra flokka til samkomulags um þinglok, og hótað að taka þingið í gíslingu féllust menn ekki á vilja hans. Meira »

Hellirigning á Suðurlandi

Í gær, 23:19 Spár gera ráð fyrir vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s í kvöld og rigningu, hvassast við suðurströndina. Gert er ráð fyrir 20 m/s í Vestmannaeyjum fyrri hluta nætur. Meira »

Hallbera situr í dómnefnd

Í gær, 22:33 Sendiráð Svíþjóðar hvetur ungt fólk til að velta jafnrétti fyrir sér en sænska ríkisstjórnin er sú fyrsta í heimi með feminíska utanríkismálastefnu. Þau efna því til leiks í tengslum við komu Zöru Larsson til landsins. Hallbera mun sitja í dómnefnd ásamt Ragnhildi Steinunni fjölmiðlakonu. Meira »

„Lengi getur vont versnað“

Í gær, 22:21 „Í grófum dráttum má segja að tvær leiðir hafi verið færar. Annars vegar að takmarka málafjöldann sem mest, og ljúka þinginu á 1-2 dögum. Hins vegar að setja þingfund og hefja vinnu við þessi helstu mál og bæta svo við stjórnarskrá og eftir atvikum öðru sem þingmenn vildu ræða.“ Meira »

„Fer ekkert á milli mála“

Í gær, 22:17 „Það fer ekkert á milli mála að það er eitthvað annað í pokanum en fiskur. Hins vegar kemur tundurduflið ekki í ljós fyrr en þetta er komið inn á dekk, þegar opnað er fyrir pokann.“ Þetta segir Ólafur H. Gunnarsson, skipstjóri á Ljósafelli. Sjá má myndband frá sprengingu duflsins í fréttinni. Meira »

„Galið“ að afgreiða málið í tímapressu

Í gær, 22:13 „Það var okkar mat að það væri alveg galið að ætla sér í tímapressu á allra síðustu dögum fyrir kosningar að setja inn ákvæði af þessu tagi,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Alvarlegt bílslys fyrir austan

Í gær, 20:41 Ungur maður kastaðist út úr bifreið sinni í alvarlegu bílslysi á Austurlandi síðdegis í dag. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum var ökumaðurinn meðvitundarlaus þegar lögreglu bar að garði og var fluttur með sjúkrabíl til Vopnafjarðar. Meira »

Þurfum að hætta að breyta nemendum

Í gær, 20:43 „Nemendur búa yfir ólíkri hæfni og áhugasvið þeirra eru misjöfn. Við þurfum að aðlaga skólakerfið að nemendum í stað þess að reyna stöðugt að breyta þeim.“ Þetta segir Edda Óskarsdóttir um skólakerfið en hún varði nýverið doktorsritgerð sína um nám án aðgreiningar. Meira »

Útrýma hættu af Hádegissteini

Í gær, 20:15 Ákveðið hefur verið vinna að því að útrýma þeirri hættu sem talið er að stafi af Hádegissteini í Hnífsdal. Þetta ákvað bæjarráð Ísafjarðarbæjar á fundi í morgun. Steinninn verður annað hvort sprengdur eða festur niður. Meira »

Sækir fisk í soðið í Djúpavík

Í gær, 20:12 „Þetta var allt til gamans gert og rétt til þess að fá fisk í soðið. Aflinn fer til heimilis og fjölskyldu og afganginn fá vinir og vandamenn,“ segir Ágúst Guðmundsson. Meira »

Innköllunarkerfinu ekki breytt

Í gær, 20:10 Ekki stendur til að breyta fyrirkomulagi innköllunarkerfis heilsugæslunnar þrátt fyrir að sóttvarnarlæknir segi kerfið ófullnægjandi og telji það eigan stóran þátt í þátttaka í bólusetningum barna við 12 mánaða og 4 ára aldur hafi dregist saman á milli ára. Meira »

Sjálfstæðismenn þeir einu sem voru á móti

Í gær, 20:05 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, greinir frá því á Facebook-síðu sinni í kvöld að hún hafi lagt það til á fundi formanna flokka á Alþingi í dag að sameinast yrði um nýtt breytingaaákvæði við stjórnarskrá. Meira »

Kennir túlkun tarotspila

Í gær, 19:45 Spinna örlaganornirnar örlög okkar eða höfum við sjálf eitthvað um framtíð okkar að segja? Guðrún Tinna Thorlacius, markþjálfi og hómópati, er ekki svo viss um að Urður, Verðandi og Skuld sitji sveittar saman að spinna örlög manna, en hún segir að ástæða sé fyrir öllum okkar ákvörðunum. Hún hefur því einsett sér að kenna fólki að setja sér markmið og læra að þekkja þá braut sem það er á og leiðrétta ef þörf reynist. Ein leið er að hennar sögn að nýta sér aðstoð svokallaðra tarotspila. Meira »

Listræn ljósmóðir sem málar og skrifar

Í gær, 18:58 „Nei alls ekki, þetta er bara áhugamál,“ segir Inga María Hlíðar Thorsteinson hjúkrunarfræðingur spurð um myndlist sína en hún hefur málað og haldið myndlistarsýningu þrátt fyrir að hafa í nægu að snúast bæði í námi og starfi sem hjúkrunarfræðingur og nú verðandi ljósmóðir. Meira »

Greiða Guðmundi tvær og hálfa milljón

Í gær, 18:34 „Málinu er lokið með því að við greiðum 2,5 milljónir í málskostnað og miskabætur,“ segir Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins í samtali við mbl.is. RÚV mun greiða Guðmundi Spartakusi tvær og hálfa milljón vegna ummæla í sjö fréttum í miðlum RÚV í fyrra. Meira »

Brottvísun geti valdið óafturkræfu tjóni

Í gær, 19:17 „Það er því alveg ljóst að öryggi og velferð fjölskyldunnar er hætta búin verði henni vísað frá Íslandi,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fimm manna fjölskyldu frá Gana. Kærunefnd útlendingamála staðfesti í dag ákvörðun Útlendingastofnunar um að fjölskyldan skuli yfirgefa landið. Meira »

Allir flokkar nema tveir náðu samkomulagi

Í gær, 18:39 Samkomulag liggur fyrir á milli allra flokka nema Samfylkingar og Pírata um lok þingstarfa á Alþingi. Þeir tveir flokkar setja sig hins vegar ekki upp á móti þeim málum sem verða sett á dagskrá á þingfundi sem boðaður verður á morgun. Meira »

Gæsluvarðhald vegna gruns um peningaþvætti

Í gær, 18:21 Hæstiréttur staðfesti í dag að nígerískur karlmaður skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um peningaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 19. október. Meira »
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...