Salmann „sópaði af borðum með ofsa“

Salmann var formaður Félags múslima á þeim tíma sem Menningarsetrið ...
Salmann var formaður Félags múslima á þeim tíma sem Menningarsetrið var stofnað og hefur nú aftur tekið við formennsku. mbl.is/Golli

Ítarlegar lýsingar á klofningnum milli stjórnar Félags múslima á Íslandi og stofnenda Menningarseturs múslima er að finna í bókinni Undir Fíkjutré - saga af trú, von og kærleika sem kom út nú fyrir skömmu. Bókin er skrifuð af Önnu Láru Steindal heimspekingi og Ibrahem Faraj, sem kom til Íslands árið 2002 sem pólitískur flóttamaður en bókin fjallar um ævi hans og segir m.a. einnig frá sambandi menningarsetursins við Stofnun múslima eins og mbl.is sagði frá í gær.

Frétt mbl.is: Óeðlileg pressa frá leigusölum

Menningarsetrið var stofnað árið 2009 en fram að því hafði Félag múslima verið eina trúfélag múslima á Íslandi. Í viðtali við Vísi árið 2010 sagði Salmann Tamimi, formaður félagsins forsvarsmenn Menningarsetursins hafa verið rekna úr félaginu fyrir að ýta undir öfga.

Þeim ásökunum höfnuðu talsmenn Menningarsetursins á sínum tíma og í Undir fíkjutré hrekur Ibrahem, sem var fyrsti gjaldkeri setursins, þær enn frekar. Segir hann ástæðu aðskilnaðarins fyrst og fremst grundvallast í ólíkum hugmyndum um hlutverk moskunnar og hlutverk múslima í íslensku samfélagi.

„Við sem vorum nýkomnir þráðum að njóta sannmælis, hinir sem voru löngu komnir óttuðust að dragast inn í hringiðu samfélagsátaka eftir að hafa búið í sátt og samlyndi við samfélagið í ár og jafnvel áratugi,“ segir Ibrahim í kaflanum „Menningarsetur múslima á Íslandi“ um rætur aðskilnaðarins. Hann nefnir einnig áherslu sína á að bjóða börnum upp á nám í arabísku sem sem hann segir hafa verið illa tekið af stjórn Félags múslima.

Æviráðið öldungarráð

Upprunalega hugðist Ibrahem koma þessum sjónarmiðum á framfæri með því að bjóða sig fram til stjórnarsetu í Félagi múslima. Samkvæmt lögum félagsins starfi hinsvegar æviráðið öldungaráð yfir stjórn félagsins sem hafi úrslitaáhrif á ákvarðanir stjórnar. Þótti honum það ekki heillavænleg leið til að sporna gegn öfgatrú enda væri slíkt skipulag ólýðræðislegt og samband hans við stjórn félagsins stirðnaði. Ibrahem hætti að finna sig í starfinu og segir hann andrúmsloftið hafa orðið æ þyngra og árekstrana tíðari.

Upp úr sauð þegar Ibrahem og vinur hans Fadhel Meddeb ákváðu að halda kvöldverðarveislu í bænahúsi félagsins, sem Ibrahem kallar mosku, í Ármúla fyrri part árs 2008. Hafði gestum verið uppálagt að koma með mat og segir hann að skipuleggjendur hafi dreymt um að skapa hefð fyrir því að hittast yfir máltíð í moskunni og bjóða vinum sem ekki játa íslam að koma og kynnast því sem þar fer fram. Borð voru dúkuð, leirtau og matföng lagt á borð og stólum raðað í kring. 

Ibrahim segir Salmann hafa reiðst mikið og skyndilega þegar hann uppgötvaði fyrirætlanir þeirra.

„Þegar hann kom í moskuna skundaði hann inn í salinn þar sem við vorum að útbúa veisluhöldin og sópaði öllu niður á gólf með ofsa og tilheyrandi látum. Síðan hringdi hann í lögregluna og óskaði eftir því að hún sendi menn sér til aðstoðar.“

Úr varð að tveir lögregluþjónar komu á staðinn en hurfu fljótt af vettvangi þar sem þeir gátu ekki séð neitt í aðstæðunum sem þarfnaðist úrlausnar lögreglu, að sögn Ibrahem. Segir hann uppákomuna hafa verið leiðinlega og kjánalega og að hún hafi skotið bæði börnum og fullorðnum sem á staðnum voru skelk í bringu.

Hugmyndin fór illa í okkar gamla formann

Útfrá þessum viðburði töldu þeir Ibrahem og Fadhel fullreynt að þeir ættu ekki samleið með Félagi múslima. Því, segir Ibrahem, ákváðu þeir að stofna sitt eigið félag, Menningarsetur múslima.

„Hugmyndin fór illa í okkar gamla formann og hann reyndi að koma í veg fyrir að henni yrði hrint í framkvæmd. Meðal annars kærði hann Fadhel, sem var talsmaður hins nýja félags, til Ríkislögreglustjóra fyrir öfgafull sjónarmið og hryðjuverkaáform.“

Segir Ibrahem Fadhel hafa mætt til yfirheyrslu og að eftir það hafi málið verið látið niður falla. 

„Síðan hefur því ítrekað verið haldið fram af talsmönnum Félags múslima á Íslandi, og í einhverjum tilvikum haft gagnrýnislaust eftir í fjölmiðlum, að við hefðum verið reknir úr félaginu fyrir öfgafullar skoðanir. Það er ekki rétt. Við gengum úr félaginu vegna þess að hugmyndir okkar um hlutverk moskunnar og okkar sem múslíma í íslensku samfélagi fengu ekki hljómgrunn.“

Kápa bókarinnar undir fíkjutré.
Kápa bókarinnar undir fíkjutré. Ljósmynd/Sagautgafa.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Segir áhyggjur af brottkasti óþarfar

00:07 „Það er miður að ekki hafi verið leitað sjónarmiða þeirra sem nýta auðlindina, sjávarútvegsfyrirtækja eða hagsmunasamtaka þeirra,“ segir í tilkynningu frá Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, vegna fréttaskýringaþáttarins Kveiks, sem sýndur var á RÚV í kvöld. Meira »

Óveður fram á laugardag

Í gær, 23:22 Ekki er útlit fyrir að veðrið sem nú ríkir á landinu gangi niður fyrr en á laugardag. Þetta kemur fram í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þar segir að útlit sé fyrir hvassa norðanátt næstu daga. Meira »

Gagnrýnir Áslaugu fyrir prófílmynd

Í gær, 22:58 „Sjálfsagt finnst sumum engu skipta hvernig myndir fólk í stjórnmálum notar til að kynna sig. Dæmi hver fyrir sig.“ Þetta segir Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri og bankamaður, í færslu á Facebook og deilir með henni mynd af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Heillast af andrúmslofti Ég man þig

Í gær, 22:30 Spennumyndin Ég man þig hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum þekktra erlendra dagblaða.  Meira »

„Subbuskapur af verstu gerð“

Í gær, 22:29 „Ég hef verið á mörgum skipum. Alls staðar hefur verið brottkast,“ sagði sjómaðurinn Trausti Gylfason í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV nú í kvöld. Þar var sýnt myndefni sem Trausti tók úti á sjó á árunum 2008-2011 og sýndi mikið brottkast á fiski, en brottkast er bannað með lögum. Meira »

Frægasta og verðmætasta Íslandskortið

Í gær, 22:25 „Þetta er frægasta Íslandskortið og það verðmætasta,“ segir Viktor Smári Sæmundsson forvörður um Íslandskort frá árinu 1595 sem er boðið falt fyrir 25 til 30 þúsund sænskar krónur eða tæplega 400 þúsund krónur hjá sænska uppboðshúsinu, Stockholms Auktionsverk. Meira »

„Ég manngeri fuglana í bókinni“

Í gær, 20:55 Sumum finnst lyktin af úldnum andareggjum vera hin eina sanna jólalykt. Frá þessu segir og mörgu öðru sem tengist fuglum, í bók sem spéfuglinn Hjörleifur ritaði og ránfuglinn Rán myndskreytti. Þau taka sig ekki of alvarlega, fræða og skemmta og segja m.a. frá áhættusæknum fuglum, sérvisku þeirra og ástalífi. Meira »

Framkvæmdir stangist á við lög

Í gær, 21:20 Fyrirhugaðar framkvæmdir á Landsímareitnum stangast á við lög að mati Varðmanna Víkurgarðsins, sem er gamli kirkjugarðurin í og við Fógetagarðinn. Þar var fólk grafið langt fram á 19. öld og undanþága var veitt fyrir viðbyggingu Landsímahússins á sínum tíma þar sem almannahagsmunir áttu í hlut. Meira »

Ferðamenn í vanda á Sólheimasandi

Í gær, 20:41 Björgunarsveitir frá Vík og Hvolsvelli voru boðaðar út á sjöunda tímanum í kvöld ásamt öðrum viðbragðsaðilum, vegna ferðamanna í vanda í nágrenni flugvélaflaks á Sólheimasandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

„Enginn búinn að skella hurðum“

Í gær, 20:26 „Við höldum bara áfram á morgun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar hann er spurður um ganginn í stjórnarmyndunarviðræðum. Sigurður Ingi og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sögðu bæði að fundir dagsins hefðu verið góðir. Meira »

„Þetta hætti ekkert“

Í gær, 20:16 „Mér var sagt að ég þyrfti að brosa meira, ég ætti ekki að hylja mig svona mikið ef ég vildi ná lengra og vera sæt,“ sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Hyggjast birta 100 sögur á föstudag

Í gær, 19:34 „Síðan ég byrjaði að starfa í pólitík hafa nokkrir menn úr stjórnmálaflokkum, og þá flestir giftir menn, verið að senda mér skilaboð á kvöldin,“ segir í einni af þeim sögum sem höfð er eftir stjórnmálakonum og sendar hafa verið á fjölmiðla. Meira »

Ferjan biluð næstu vikurnar

Í gær, 18:50 Breiðafjarðaferjan Baldur er biluð og falla siglingar yfir fjörðinn því niður næstu þrjár til fjórar vikurnar. Ekki er ljóst hvað veldur biluninni en hana má rekja til bilunar í aðalvél skipsins. Þetta kemur fram hjá RÚV. Meira »

Tekjurnar ekki verið lægri síðan 2008

Í gær, 18:37 Um leið og útflutningsverðmæti dregst saman hækkar veiðigjald og hefur í sumum tilvikum fjórfaldast. Þróunin gæti m.a. leitt til frekari samþjöppunar í greininni og hægt á endurnýjun skipa og tækja. Meira »

Tvö handtekin í tengslum við vændi

Í gær, 17:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karl og konu um hádegisbil í dag í þágu rannsóknar hennar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Vegir lokaðir víða um land

Í gær, 18:37 Vegurinn um Holtavörðuheiði er lokaður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Sömu sögu er að segja af Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hringvegurinn er lokaður frá Hrútafirði að Vatnsdal. Lokað er bæði í Öræfasveit vegna óveðurs og á Lyngdalsheiði. Meira »

Skólp hreinsað hjá 90% þjóðarinnar

Í gær, 17:57 Að fimm árum liðnum verða 90% landsmanna tengdir skólphreinsistöð, nái þær framkvæmdir sem áætlaðar eru fram að ganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Meira »

Holtavörðuheiði og fleiri vegum lokað

Í gær, 17:25 Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á versnandi færð á Facebook-síðu sinni en af þeim sökum er til að mynda Holtavörðuheiði lokuð og skilyrði víða annars staðar í umdæminu slæm. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Kia Ceed 2012 árgerð
Til Sölu Kia Ceed, Dísel Tjónalaus Keyrður 72.xxx km Sjálfskiptur Reyklaust ...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Rafhlöður fyrir neyðarljós allar gerðir
Með lóðeyrum, vírum eða tengjum. Smíðum allar gerðir af neyðarljósarafhlöðum . N...
 
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...