Salmann „sópaði af borðum með ofsa“

Salmann var formaður Félags múslima á þeim tíma sem Menningarsetrið ...
Salmann var formaður Félags múslima á þeim tíma sem Menningarsetrið var stofnað og hefur nú aftur tekið við formennsku. mbl.is/Golli

Ítarlegar lýsingar á klofningnum milli stjórnar Félags múslima á Íslandi og stofnenda Menningarseturs múslima er að finna í bókinni Undir Fíkjutré - saga af trú, von og kærleika sem kom út nú fyrir skömmu. Bókin er skrifuð af Önnu Láru Steindal heimspekingi og Ibrahem Faraj, sem kom til Íslands árið 2002 sem pólitískur flóttamaður en bókin fjallar um ævi hans og segir m.a. einnig frá sambandi menningarsetursins við Stofnun múslima eins og mbl.is sagði frá í gær.

Frétt mbl.is: Óeðlileg pressa frá leigusölum

Menningarsetrið var stofnað árið 2009 en fram að því hafði Félag múslima verið eina trúfélag múslima á Íslandi. Í viðtali við Vísi árið 2010 sagði Salmann Tamimi, formaður félagsins forsvarsmenn Menningarsetursins hafa verið rekna úr félaginu fyrir að ýta undir öfga.

Þeim ásökunum höfnuðu talsmenn Menningarsetursins á sínum tíma og í Undir fíkjutré hrekur Ibrahem, sem var fyrsti gjaldkeri setursins, þær enn frekar. Segir hann ástæðu aðskilnaðarins fyrst og fremst grundvallast í ólíkum hugmyndum um hlutverk moskunnar og hlutverk múslima í íslensku samfélagi.

„Við sem vorum nýkomnir þráðum að njóta sannmælis, hinir sem voru löngu komnir óttuðust að dragast inn í hringiðu samfélagsátaka eftir að hafa búið í sátt og samlyndi við samfélagið í ár og jafnvel áratugi,“ segir Ibrahim í kaflanum „Menningarsetur múslima á Íslandi“ um rætur aðskilnaðarins. Hann nefnir einnig áherslu sína á að bjóða börnum upp á nám í arabísku sem sem hann segir hafa verið illa tekið af stjórn Félags múslima.

Æviráðið öldungarráð

Upprunalega hugðist Ibrahem koma þessum sjónarmiðum á framfæri með því að bjóða sig fram til stjórnarsetu í Félagi múslima. Samkvæmt lögum félagsins starfi hinsvegar æviráðið öldungaráð yfir stjórn félagsins sem hafi úrslitaáhrif á ákvarðanir stjórnar. Þótti honum það ekki heillavænleg leið til að sporna gegn öfgatrú enda væri slíkt skipulag ólýðræðislegt og samband hans við stjórn félagsins stirðnaði. Ibrahem hætti að finna sig í starfinu og segir hann andrúmsloftið hafa orðið æ þyngra og árekstrana tíðari.

Upp úr sauð þegar Ibrahem og vinur hans Fadhel Meddeb ákváðu að halda kvöldverðarveislu í bænahúsi félagsins, sem Ibrahem kallar mosku, í Ármúla fyrri part árs 2008. Hafði gestum verið uppálagt að koma með mat og segir hann að skipuleggjendur hafi dreymt um að skapa hefð fyrir því að hittast yfir máltíð í moskunni og bjóða vinum sem ekki játa íslam að koma og kynnast því sem þar fer fram. Borð voru dúkuð, leirtau og matföng lagt á borð og stólum raðað í kring. 

Ibrahim segir Salmann hafa reiðst mikið og skyndilega þegar hann uppgötvaði fyrirætlanir þeirra.

„Þegar hann kom í moskuna skundaði hann inn í salinn þar sem við vorum að útbúa veisluhöldin og sópaði öllu niður á gólf með ofsa og tilheyrandi látum. Síðan hringdi hann í lögregluna og óskaði eftir því að hún sendi menn sér til aðstoðar.“

Úr varð að tveir lögregluþjónar komu á staðinn en hurfu fljótt af vettvangi þar sem þeir gátu ekki séð neitt í aðstæðunum sem þarfnaðist úrlausnar lögreglu, að sögn Ibrahem. Segir hann uppákomuna hafa verið leiðinlega og kjánalega og að hún hafi skotið bæði börnum og fullorðnum sem á staðnum voru skelk í bringu.

Hugmyndin fór illa í okkar gamla formann

Útfrá þessum viðburði töldu þeir Ibrahem og Fadhel fullreynt að þeir ættu ekki samleið með Félagi múslima. Því, segir Ibrahem, ákváðu þeir að stofna sitt eigið félag, Menningarsetur múslima.

„Hugmyndin fór illa í okkar gamla formann og hann reyndi að koma í veg fyrir að henni yrði hrint í framkvæmd. Meðal annars kærði hann Fadhel, sem var talsmaður hins nýja félags, til Ríkislögreglustjóra fyrir öfgafull sjónarmið og hryðjuverkaáform.“

Segir Ibrahem Fadhel hafa mætt til yfirheyrslu og að eftir það hafi málið verið látið niður falla. 

„Síðan hefur því ítrekað verið haldið fram af talsmönnum Félags múslima á Íslandi, og í einhverjum tilvikum haft gagnrýnislaust eftir í fjölmiðlum, að við hefðum verið reknir úr félaginu fyrir öfgafullar skoðanir. Það er ekki rétt. Við gengum úr félaginu vegna þess að hugmyndir okkar um hlutverk moskunnar og okkar sem múslíma í íslensku samfélagi fengu ekki hljómgrunn.“

Kápa bókarinnar undir fíkjutré.
Kápa bókarinnar undir fíkjutré. Ljósmynd/Sagautgafa.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

2,2 milljarðar í viðhald fasteigna

20:30 Reykjavíkurborg mun í ár verja um 2,2 milljörðum til viðhalds fasteigna á vegum borgarinnar. Þar af fara 620 millj­ón­ir til átaks­verk­efna í viðhaldi í 48 leik- og grunn­skólum borgarinnar. Höfundar skýrslu um ytra ástand leikskóla telja „viðhaldsskuld“ borgarinnar þegar vera orðna mikla. Meira »

Urðu næstum fyrir heyrúllum

20:29 Tvær heyrúllur rúlluðu af palli vörubíls út á veginn við Mývant fyrr í kvöld. Engin slys urðu á fólki en umferð stöðvaðist þar til tvær konur tóku sig til og ýttu heyrúllunum út af veginum. Meira »

6.000 kílómetra leið á traktor

20:00 Tíunda júní hófst Íslandsför Þjóðverjans Heinz Prien, en hann ólíkt öðrum ákvað að ferðast um landið á 54 ára gamalli dráttarvél af gerðinni Hanomag með húsvagn í eftirdragi. Meira »

„Verið að slá ryki í augun á fólki“

19:54 Sigurmundur Gísli Einarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Viking Tours í Vestmannaeyjum, segir að það sé verið að slá ryki í augun á fólki með umræðu um að leigja tvíbyttnuna Akranes til að sigla milli lands og Eyja. Meira »

John Snorri lagður af stað

18:58 John Snorri Sigurjónsson er lagður af stað á toppinn á fjallinu K2. Áætlað er að förin taki um 10 klukkustundir. Búast má við næstu fréttum frá hópnum um klukkan 5 í nótt að íslenskum tíma. Meira »

Lögreglumennirnir áfram við störf

18:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi nú í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna máls tveggja lögreglumanna sem kærðir hafa verið fyrir brot í starfi. Eru mennirnir sakaðir um harðræði við handtöku manns í Kópavogi í vor og greindi Fréttablaðið frá málinu í dag. Meira »

Héldu að þeir væru að drukkna

17:44 Skipverjarnir þrír á bandarísku skútunni, sem lentu í vandræðum suðvestur af Íslandi aðfaranótt miðvikudags, eru allir þaulreyndir sjómenn, að sögn eiginkonu eins þeirra. Skútan var rafmagnslaus og með brotið mastur þegar rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son, sem hafði verið að störfum skammt frá, kom að skútunni. Meira »

Hjóla í þrjá daga samfleytt

18:15 Fyrirtækið Made in Mountains stendur fyrir Glacier 360-fjallahjólakeppninni sem fram fer dagana 11.-13. ágúst. Um er að ræða fyrstu stigakeppnina sem haldin er hérlendis eftir að Ísland var samþykkt inn í alþjóðahjólreiðasambandið. Keppendur munu hjóla í þrjá daga, meðal annars meðfram Langjökli. Meira »

Biskupstungnabraut opnuð eftir árekstur

16:45 Umferðarslys varð á Biskupstungnabrautinni, við gatnamót Grafningsvegar vestan við brúna yfir Sogið hjá Þrastarlundi, um þrjúleytið í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi lentu þrír bílar þar í umferðaróhappi og urðu verulegar skemmdir á tveimur þeirra. Meira »

Þurfti aðstoð lögreglu vegna farþega

16:44 Lögregla var kölluð út í tvígang í dag á bryggjuna í Vestmannaeyjum vegna ósáttra farþega Herjólfs. „Það er engin ástæða til að hvíla stálið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem kallar eftir því að skipið verði látið sigla allan sólarhringinn þegar þörf krefur. Meira »

Auglýsing um starfið kom á óvart

15:25 Yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans segir það hafa komið honum á óvart að staða hans hafi verið auglýst laus til umsóknar án þess að hann hafi sagt upp starfinu eða verið sagt upp. Þá segir hann það einnig hafa komið á óvart hvernig auglýsingin var orðuð. Meira »

Biskupstungnabraut lokuð vegna slyss

15:17 Lögregla hefur lokað Biskupstungnabraut við Grafningsveg vegna umferðarslyss en veitir ekki nánari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Valitor varar við kortasvikum

14:28 Valitor varar við svikatölvupóstum til korthafa, þar sem þeir eru beðnir um að opna hlekk í póstinum og gefa upp kortaupplýsingar, auk Verified by Visa-númers sem korthafar fá sent í sms-skilaboðum. Meira »

Yfir 500 skjálftar í hrinunni

13:45 Mjög hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni sem hófst austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga í gærmorgun. Smá hrina var í morgun en annars hefur hún verið í rénun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Yfir 500 skjálftar hafa mælst í hrinunni. Meira »

Verði dýpið til vandræða geti ferjan aðstoðað

13:34 Að sögn rekstrarstjóra Eimskips getur ferjan Akranes höndlað dýpið við Landeyjarhöfn jafnvel betur en Herjólfur. Undanfarið hafi dýpið á svæðinu minnkað og því hafi Herjólfur þurft að fresta ferðum. Þá geti ferjan aðstoðað ef að til þess komi. Meira »

Yfir 20 stiga hiti í Reykjavík

14:00 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu njóta sumarblíðunnar í dag, en klukkan eitt mældist hitinn í Reykjavík 20,1 stig. Hæsti hiti sem hefur mælst á landinu í dag, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, er 22,7 stig á Þingvöllum. Meira »

Sekkur líklega á næstu klukkutímum

13:41 Ólíklegt er að náist að bjarga bandarísku skútunni sem lenti í vandræðum suðvestur af landinu aðfaranótt miðvikudags. Skipverjarnir eru enn um borð í rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni en áætlað er að þeir komi í land í kvöld eða fyrramálið. Meira »

Leggur af stað á toppinn kl. 17

12:53 John Snorri Sigurjónsson, sem hyggst verða fyrstur Íslendinga upp á topp K2 í Pakistan, leggur af stað úr fjórðu og jafnframt síðustu búðunum upp á topp klukkan 17 að íslenskum tíma. Áætlað er að það taki rúmlega tíu klukkustundir að klífa upp á topp. Meira »
Malbiksviðgerðir - bílastæðamálun - vélsópun
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
Vel með farinn Golfbíll til sölu á kr. 580.000
Bíllinn er með nýjum rafgeimum og mjög vel með farinn að öllu leiti. upplýsing...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...