Tæp vika í boðað verkfall

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Sigurður Bogi

Næsti fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hefst kl. 13 í dag. Síðast var fundað í deilunni á miðvikudag. Deilan strandar enn á kröfu Rio Tinto Alcan um auknar heimildir til að bjóða út verk fyrir þjónustufyrirtækja. Talsmaður starfsmanna álversins segir þá verulega áhyggjufulla vegna stöðu málsins.

„Við lögðum fram okkar gögn á fundinum á þriðjudaginn, greiningu á því sem við erum sammála og ósammála um í öðrum málum en þessu stóra máli,“ segir Gylfi og vísar í deilu samninganefndanna um verktakamálið, aðspurður um hvort ný gögn verði lögð fram í deilunni í dag.

Hann segir starfsmann hafa áhyggjur af stöðu mála og þá sérstaklega að álverið verði ekki opnað að nýju ef til verkfalls kemur. Ákvæði í kjara­samn­ingi starfs­manna ál­vers­ins ger­ir ráð fyr­ir að fyr­ir­tækið hafi aðgengi að starfs­mönn­um í tvær vik­ur eft­ir að verk­fall hefst til að lág­marka tjón þegar slökkt verður á 480 kerj­um ál­vers­ins.

Ólaf­ur Teit­ur Guðna­son, talsmaður Rio Tinto Alcan á Íslandi, sagði í samtali við mbl.is um helgina að meiri­hátt­ar mál væriað kveikja aft­ur á kerj­un­um. Ekki sé sjálf­gefið að kveikt verði á þeim yfir höfuð aft­ur.

„Auðvitað hafa menn verulegar áhyggjur af því að þar sem þeir hafa ítrekað hótað því að loka. Það hefur borið minna á hugmyndum um það hvernig hægt er að leysa deiluna. Ef deilan snýst um þetta á sama tíma og stjórnendur eru búnir að fá sínar launahækkanir en hinn venjulegi vinnumaður á ekki rétt á því að fá sambærilegar hækkanir og á almenna markaðinum er það auðvitað mjög súrt,“ segir Gylfi í samtali við mbl.is.

Takist ekki að semja hefst verkfall starfsmanna álversins í Straumsvík 2. desember nk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert